Af hverju er starf miðborgarstjóra ekki auglýst opinberlega?

Þann 7 maí 2008 var Jakob Frímann Magnússon ráðinn í starf miðborgarstjóra til eins árs. Rúmum 3 árum síðar er hann enn við störf með laun í efri kantinum. Þess skal getið að í mbl. þann 8. maí 2008 birtist fyrirspurn borgarfulltrúa Samfylkingar, Vinstri græna og Framsóknarflokks, sem var í nokkrum liðum. Nú ætla ég að telja upp nokkur atriði sem fram kom í mbl.is

Hvaða rök eru fyrir því að starfsmaðurinn sé með umtalsvert hærri laun enn allir aðrir verkefnisstjórar, velflestir forstöðumenn, s.s. framkvæmdarstjórar annarra hverfa, skólastjórar og deildarstjórar hjá Reykjavíkurborg þótt þeir séu margir hverjir með tug og hundruð undirmanna en framkvæmdarstjóri miðborgar sé einyrki ? Eru laun hans miðuð við laun aðstoðarmanns borgarstjóra?

Starfsmaðurinn hefur haft eftir borgarstjóra að verksvið hans sé að vera " framhandleggur borgarstjóra" í miðborgarmálum. Jafnframt að verksvið hans verði yfirumsjón með skipulagi og framkvæmdum í miðborginni. Tilvitnun líkur á þessum 2 atriðum. Þetta var í tíð Ólafs F. Magnússonar.

Þess skal getið þegar þetta hét þróunarfélag miðborgarinnar á sínum tíma. Nú starfar Jakob Frímann Magnússon sem verktaki hjá félagi sem heitir Miðborgin okkar, þar starfar Jakob í 70% prósenta starfi með 627,500 krónur í laun með virðisaukaskatti auk þess fær hann 45 þúsund  krónur greiddar í símakostnað aukalega og 30 þúsund krónur fyrir húsaleigu, hugsið ykkur laun sem verktaki. Ég hefði haldið að menn sem tækju að sér verkefni í hvaða formi sem er, ættu að standa skil á símakostnaði og húsaleigu. Rekstur á þessu félagi hefur gengið fremur illa á síðasta ári. Sem varð til þess að Jakob Frímann Magnússon var gert að sinna 70% starfi. Enda stóð félagið ekki undir þeim ábyrðum sem því ber. Skuldir félagsins voru á milli 3 - 4 miljónir króna sem Jakob Frímann var búinn að setja félagið í sem er ekki góður vitnisburður fyrir félagið.

Það er heldur ekki gott þegar Jakob Frímann Magnússon hringir í mig og tjáir sig að hann hafi ekki þessi laun sem eru nær miljón sem ég bað hann velvirðingar á. Hann sjálfur sagði við mig að laun hans væru rúmlega 400 þúsund krónur frekar nær hálfri miljón króna. Enn þegar grannt er skoðað þá er hann með laun upp á 627, 500 kr með virðisauka auk annarra greiðsla. Samkvæmt heimildum þá hefur orðið flótti úr stjórn þessara samtaka vegna óráðsíu hans sem sumir stjórnarmenn vilja ekki taka þátt í. Mér virðist eins og Jakob Frímann haldi sumum kaupmönnum í gíslingu, þessi sami Jakob er á fer og flugi til útlanda á launum í vinnutímanum.

Nú er svo komið að kaupmenn við Laugaveg vilja nú losa sig við Jakob Frímann Magnússon sem framkvæmdarstjóra, því hann hefur ekki staðið með kaupmönnum við Laugaveg sem berjast lífróður fyrir að geta rekið sín fyrirtæki því verslun hefur minkað stórlega eftir að Jón Gnarr og Dagur B Eggertsson ákváðu að loka hluta Laugavegar fyrir bílaumferð. Á sama tíma berjast kaupmenn fyrir að gatan verði frjáls fyrir bílaumferð eins og verið hefur. Og að fólk sem á erfitt með gang geti farið sinnar án þess að borgaryfirvöld séu að koma í veg fyrir það.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

hann er á spenanum.

ótrúlegt að sjá flokksgæðinga setta svona í hálaunastörf..

ThoR-E, 3.7.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll AceR.

Það er með ólíkindum hvernig þessi maður hagar sér. Hann hrindi í eigi nafni í mig í gær kl 16,55 og gerði athugasemd við mig. Meira að segja sagði mér að þurrka þetta út tafarlaust. Enn ég sagði honum ef þetta væri ekki rétt þá myndi ég biðja hann afsökunar sem ég gerði.

Síðan kemur í ljós að hann sagði ósatt varðandi launin sín sem sýnir að hann er ótrúverðugur einstaklingur sem gerir sig sekan um að segja ósatt. Það er marg sem ég ætla ekki að sinni að nefna. Enn það þarf að fara vel ofan í þessi mál.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.7.2011 kl. 19:43

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Gott kvöld sem hér lesa þessa blogg grein mína. Ykkur til fróðleiks þá sendi ég blogg grein mína inn á vef miðborgin okkar ásamt annarri grein. Viti menn það var búið að þurrka út ummæli mín sem ég sendi inn. Ég spyr er þetta ekki vefur í eigu borgarbúa? Ef svo er þá er þetta valdníðsla þeirra sem ráða. Skildi Jakob Frímann Magnússon hafa yfirvald yfir þessari síðu og þurrkað þetta út til þess eins að láta ekki nokkurn mann vita hvað þetta miðborgarfélag stendur illa með skuld sem nemur 3- 4 miljónum króna.

Ef hann vill þá get ég upplýst meira sem þyrfti að skoða betur. Læt það bíða þangað til ég veit hver strokaði mig út á síðu miðborgin mín.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.7.2011 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband