Það þarf nýtt skip tafarlaust.

Miklar umræður hafa verið um samgöngur á milli Landeyjarhafana og Vestmanneyja þar sem Landeyjarhöfn hefur ekki uppfyllt þær áætlanir sem hennar var vænst. Þar koma til straumar hafsins og ölduhæð sem hafa valdið Herjólfi vandræðum og íbúum í Vestmanneyjum sem treysta á samgöngur séu samkvæmt áætlun. Enn því miður hefur þessi nýja höfn brugðist þeim væntingum vegna sandburðar sem hefur lokað höfninni tímunum saman. Vegna gífurlegs sandburðar. Fengið var dýpkunarskip sem réði ekki við verkefnið. Síðan var fenginn gamall riðkláfur frá útlöndum sem átti að redda öllu. Viti menn þetta dýpkunarskip lenti í átaka veðri á leið til landsins og byrjaði á því að bila, lá í Vestmanneyjum til viðgerðar um nokkurn tíma. Þegar loksins skipið hóf að dæla þá gekk þetta erfiðlega vegna strauma. 

 Straumar.

Sá sem hér ritar gerði sér ferð sl sumar til að kynna sér stöðu mála og varð undrandi þegar Herjólfur kom á talsverði ferð inn í hafnarmynnið í logni og um leið tók straumur skipið og færði það nær stöplum sem eru til varna að skipið reki upp í fjöru, ég verð að segja mér brá að sjá Herjólf sigla á talsverði ferð til þess að skipstjórinn geta stýrt skipinu á áfangastað sem varð raunin. Það sem veldur vandræðum er að varnagarðar eru ekki nógu breiðir og þurfa að ná lengra út til að minnka hugsanlega strauma og sandburðar inn í höfnina. Enn því miður hefur Siglingarmálastjóri ekki hlustað á þetta atriði frekar enn annað.

Lengri Herjólfur.

Það var nefnilega Steingrímur J. Sigfússon sem kom í veg fyrir að Herjólfur væri lengri enn hann er í dag. Hann átti nefnilega að vera 12 metrum lengri sem myndi leiða til þess að vera betra sjóskip og farþegum myndi líða betur og ég tala ekki um að hann myndi taka fleiri farþega og bíla. Vandamálið við Herjólf hann er of stór og tekur á sig mikinn vind sem virkar eins og seglskip í miklum vindum, því skipið rekur undan vindi ef ekki er brugðist hratt við, þegar skipið tekur stefnu á Landeyjarhöfn þar sem brot og mikill alda er fyrir hendi. Það var einmitt það sem skeði nýlega þegar skipið lyftist upp að aftan og færi skipið til um 30 gráður, og skipið stefndi á hafnargarðinn, enn sem betur fór tókst skipstjóra Herjólfs að koma í veg fyrir að skipið myndi sigla á hafnargarðinn með afleiðingum sem ég vil ekki hugsa til enda.

Bæjarstjórinn í Vestmanneyjum.

Það vekur furðu að Bæjarstjóri Vestamanneyja skuli sífellt vera í fjölmiðlum með þrýstingi að Herjólfur fari ekki í dag eða morgun. Það er nefnilega skipstjóri skipsins sem er ábyrgur  fyrir því hvort skipið sé sjóhæft eða hvort sé verið að stefna farþegum og áhöfn í hættu á einu versta hafsvæði heims þar sem vindar blása. Mér fannst bæjarstjórinn fara offari í kvöld í viðtali við Sighvat Jónsson  fréttamann Ríkisútvarpsútvarpsins, þar kemur fram að kanna beri hvort einkafyrirtæki geti tekið að sér siglingar milli lands og eyjar, því þessar siglingar hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig og hafi verið lokað í 4 mánuði og kostnaður væri kominn í 4- 5 miljarða króna. Bæjarstjóra Vestmanneyja ætti að vera kunnugt áður enn þessi framkvæmt hófst þá var gerð tilraun með sterkasta og besta dráttabát Vestamanneyinga í Bakkafjöru til að gera langa sögu stutta, þá fór þessi stóri bátur á kaf í einu briminu og litlu mátti muna að illa færi. Það mun ekki ganga upp að bæjarstjórinn í Vestmanneyjum sé að ota fólki út í rauða dauðan án þess að staðreynir liggi fyrir. Það á að vera á valdi skipstjóra skipa að ekki sé verið að stefna á hættur. Þess vegna ber að laga Landeyjarhöfn til frambúðar og fá nýtt skip sem getur getur tekið við þessu verkefni.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Rannsaka atvik í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband