5.7.2011 | 20:23
Þarna er Ögmundi Jónassyni best lýst.
Hann svarar lítið eða ekkert þegar hann er spurður um Landeyjarhöfn í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Enn tók það fram að menn yrðu að gæta öryggishagsmuna og ekki hefði komið til tals að loka Landeyjarhöfn. Heldur að halda áfram með öllum tiltækum ráðum og fá til þess dæluskip. Enn fréttamaður spurði hann um dapurlega nýtingu. Svar hans var í raun ekkert nema að menn yrðu að sjá til sólar, enn útilokaði ekki að annað skip sem myndi sigla þangað á meðan. Enn hann hefði skipað samráðs hóp undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra.
Reynt að ota mönnum saman.
Jú það á að skipa mann sem hefur í vetur deilt á Eimskipafélagið fyrir að sigla ekki þegar veður eru válind. Það skal tekið fram að Vegagerðin á skipið enn leigir það út og Eimskip sér um þjónustu hliðina og til þess að veita íbúum sem bestu þjónustu. Elliði Vignisson hefur reynt trekk í trekk að ota saman íbúum og skipstjóra Herjólfs í allan vetur þegar veður hæð er sem mest, og skipstjórinn hefur ekki séð ástæðu enn að halda sjó vegna öryggis áhafnar og farþega skipsins. Eins og allir vita þá hentar Herjólfur ekki að sigla í Landeyjarhöfn vegna stærðar sinnar, enn samt á að halda áfram hvað sem það kostar. Þrátt fyrir að nóg sé komið af vandræðum við þessa höfn sem er mislukkuð eins og hún er nú, það eitt vita flestir sem hafa stigið ölduna. Enn Ögmundur Jónasson og bæjarstjórinn í Vestmanneyjum vilja ekki kannast við þau mistök sem hafa verið gerð og allan þann kostnað sem búið er að leggja út í þetta verkefni frá byrjun. Og þann kostnað með röngum dæluskipum eða riðkláfum sem hafa ekki einu sinni getað athafna sig vegna veðurs eða strauma og meira að segja hefur dælurörið setið fast tímunum saman í Landeyjarhöfn þegar dæla átti. Samt ætlar Ögmundur Jónasson að moka meira fé í þetta ruglaða verkefni. Honum væri nær að nota þessa peninga að efla löggæslu og efla rannsóknir á meintum brotamálum frá hruni og hvar þessir útrásavíkingar hafa sitt fé sem var í raun stolið frá þjóðinni.
Annað skip.
Mun hugsanlega sigla í Landeyjarhöfn segir Ögmundur hvað með ríkistyrki? Hann svaraði því ekki nákvæmlega, nema að Herjólfur myndi sigla í Þorlákshöfn. Þá er þessi spurning? Er það raunin hjá Ögmundi og Elliða Vignissyni bæjarstjóra að senda smá skip inn í brim hafsins með þeim afleiðingum sem þar getur orðið og þeim hrikalegum hamförum ef illa tækist til. Eins og áður sagði þá þarf að lengja hafnargarðinn til þess eins að Landeyjarhöfn myndi nýtast sem best. Það talar ekki neinn um ef 300- 400 manns myndi farast? ef Herjólfur myndi jafnvel hvolfa í Bakkafjöru eða þegar hann sigldi næstum á hafnargarðinn með litla fótboltastráka sem áttu framtíðina fyrir sér. Hver vil hugsa þetta mál til enda ef litlu elskulegu drengirnir okkar myndu farast í sjóskaða við strendur Íslands þar sem veður eru verst. Enn það var skipstjórinn á Herjólfi sem kom í veg fyrir stór slys. Honum sé þökk fyrir sitt frábæra afrek að koma skipi, áhöfn og farþegum heilum til hafnar. Það var nefnilega ekki Ögmundi Jónassyni eða bæjarstjóra Vestmanneyja Elliða Vignissyni að þakka að svona vel tókst til í þetta skiptið.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.