7.7.2011 | 21:15
Enn á ný ráðast borgarfulltrúar að Reykjavíkurflugvelli.
Enn á ný kemur í ljós hvaða borgarfulltrúar eru á móti atvinnutækifærum í Reykjavík. Jú Sóley Tómasdóttir er ein þeirra sem sýnir landsbyggðinni og borgarbúum fjandskap. Eins og allir vita getur Reykjavíkurborg vart staðið undir nafni nema að geta boðið landsmönnum og erlendum gestum greiða aðkomu að borginni. Reykjavíkurflugvöllur hefur skapað atvinnutækifæri og auðvita tekjur til að standa undir útgjöldum Reykjavíkurborgar, og veita íbúum á landsbyggðinni öryggi vegna nálægðar við sjúkrahús. Það vekur undrun mína hvers vegna sumir borgarfulltrúar vinna gegn því að gestir Reykjavíkur, útlendingar, og þeir sem verða veikir geti ekki notið þeirra þjónustu sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Mannvonskan hefur gengið það langt að það má ekki fljúga lengur yfir Reykjavík og nú þarf að færa hann um set. Enn af hverju má þessi yfirstétt fljúga yfir Ísafjörð, Sauðakrók, Akureyri, Vestmanneyja og Egilstaði að ónefndu þotuflug yfir Keflavík þar búa þúsundi manna sem hafa ekkert við flugvöllinn að athuga, fleiri borgir væri hægt að nota sem rök í þessu máli.
Reykjavíkurflugvöllur.
Er eitt besta flugvallarstæði sem um getur utan Álftarnes. Eins og þjóðin veit þá hafa farið fram miklar rannsóknir þar sem tekið var tillit til aðflutningsskilyrða og staðsetningar. þessi skýrsla er með nákvæmu teikningum, okkar reyndasti flugstjóri Dagfinnur Stefánsson getur staðfest þetta. Enn þrátt fyrir þetta hafa sumir borgarfulltrúar misbeit valdinu á þann veg að þeir ráði hverjir búa í borginni. Eitt skulu þessir borgarfulltrúar vita það er þjóðin sem á Reykjavíkurflugvöll, því Bresk yfirvöld afhentu hann þjóðinni í lok styrjaldar fyrir rúmum 50árum síðan. Sem sannar orð Ögmundar Jónassonar um að flugvöllurinn verði á sínum stað um ókomminn ár. Það er skoðun meirihluta íbúa í Reykjavík sem styðja að hann verði á sínum stað. Enn ef Sóley Tómasdóttir þolir illa flugvöllinn myndi ég ráðleggja henni að fá sér sumarbústað fyrir utan bæinn?.
Jóhann Páll Símonarson.
Hætt við nýjan flugvöll á Hólmsheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.