15.7.2011 | 10:04
Rafmagnið er sameign þjóðarinnar.
Miklar umræður hafa verið um álver á Íslandi undanfarin ár og hefur sú umræða hefur stundum farið út fyrir þau mörk. Hinsvegar er nóg komið af þessum iðnaði. Rafmagnið er forsetan fyrir því að álver geti blómstrað og skilyrði að verð til álvera sé í samræmi við kostnað sem þjóðin skuldbindur sig til. Enn því miður hefur sú raun ekki orðið, því íslenska þjóðin hefur nefnilega setið undir þeim skuldabagga sem er enn til staðar í dag. Á meðan blómstra álfyrirtækin og færa ágóðan af starfseminni til erlenda eigenda sinna sem er uppistaðan í erlendum gjaldeyri það er einmitt sjá gjaldeyri sem okkur vantar til að brúa bilið í viðskiptatækifærum okkar. Þessi umræddi gjaldeyri kemur hinsvegar ekki til landsins nema að hluta til að borga laun, kostnað, og annað. Forsvarsmenn álvera á Íslandi hafa ætíð sagt að þeir vilji taka þátt í samfélag þjónustu sem er góð hugsun, enn hvar eru loforðinn? Þau eru takmörkuð svo vitnað sé í þau ummæli.
Álver.
Alcan í Straumsvík sem er í eigu Ríó Tindo er fyrirtæk sem nýtir sér ekki þjónustu Íslensku skipafélaganna Stað þess flytja þeir aðföng til og frá með erlendum skipafélögum. Íslensku skipafélöginn með íslenska starfsmenn sína sitja ekki við sama borð, því þeir fá ekki vinnu við að þjónusta þetta fyrirtæki sem hlýtur að vera andstæða við fyrri yfirlýsingar um að" þetta fyrirtæki vilji taka þátt í samfélags þjónustu,, Á sama tíma bíða atvinnulausir farmenn eftir atvinnutækifærum sem gæti verið um 40 störf hjá þessu fyrirtæki. það munar um minna þegar partur af þjóðinni stendur á öndinni um að fá vinnu við hæfi. Hvernig stendur á því að Alcan í Straumsvík skuli nú snúa við blaðinu og hafa eingöngu viðskipti við erlend skipafélög með erlendar áhafnir á smánarlaunum. Þetta eitt vekur furðu manna, og er eitt helsta umræðu efni manna á milli. Maður spyr sig eru stjórnendur Alcan í Straumsvík leppar Rio Tindo? Hverjir skildu taka þessar mikilvægar ákvarðanir að hafa ekki viðskipti við íslensku skipafélöginn? Er það stefna Alcan í Straumsvík að þurrka út íslenska farmenn svipað og fór með íslenskan húsgagnaiðnað þegar innflutningur var gefinn frjáls og hvað með bændur? Þessum spurningum er enn ósvarað? Maður spyr sig hvers vegna ættu Íslenskir farmenn ekki að geta nýtt sér þau störf sem eru í boði á vegum skipafélagana ef Alcan í Straumsvík myndi sem dæmi hafa viðskipti við þessi skipafélög?. Ef svo er ekki þá sé ég ekki þann tilgang lengur að styðja framgang álversins í Straumsvík með því að niðurgreiða raforku til félag sem fer með nær allan hagnað úr landi.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.