Svona fólk á ekki að ganga laust.

Erna Hauksdóttir sagði nýlega í  viðtali við Morgunblaðið" Að þó að stórtjóni hafi verið afstýrt, þá er ljóst að ferðaþjónustan hafi beðið nokkuð tjón, en of snemmt sé að segja til um umfang þess.,, þetta var aðallega fyrstu fjóra dagana eftir að brúin á Múlahvísl hvarf í heilu lagi án þess að ferðamenn urðu þess vitni, sem betur fer. Maður spyr sig hvað með hina dagana sem eftir voru, var þá ekki áframhaldandi tap? Hún sagði ennfremur að ferðaþjónustan myndi tapa miljörðum á mánuði ef brúin yfir Múlahvísl yrði ekki tilbúinn fyrr enn eftir 3 vikur þegar fulltrúar Vegagerðina komu og skoðuðu tjónið og sögðu fljótlega eftir umhugsun að það tæki um 3 vikur að byggja 156 metra einbreiða stálbitabrú með trégólfi til bráðabirgða yfir straumhart jökulfljót þar sem beljandi straumur var í, þar sem mikil hætta var á ferðum yfir jökulfljótið. Samt var haldið áfram að væla og kvartað undan seinagangi ríkisins. Og væri að kosta ferðaþjónustuna miljarða króna. Svo mörg voru þau orð Ernu Hauksdóttur framkvæmdarstjóra ferðaþjónustunnar. 

Enn nú hefur afreks mönnum á vegum Vegagerðarinnar, starfsmenn, björgunarsveitamana, almannavörnum, lögreglumönnum, og vélavinnufólki tekist að fremja kraftaverk vegna samtakamáttar þeirra sem stóðu að þessu verki og þeim tókst með undraverðum hætti að ná að byggja brú yfir jökulfljót á nokkrum dögum. Ferðamenn stóðu agndofa yfir þessu duglega fólki. Sem fannst það minna á að vera komið í viltarvestrið á ný,þegar það upplifi þessa raun. Enda voru ferðamenn ekkert að kvarta, frekar voru ferðamenn að fylgjast spentir með og upplifa ævintýri á ferð sinni um Íslands. Kynning á Íslandi hefur slegið í gegn síðan þessar hamfarir áttu sér stað. Á meðan heldur framkvæmdarstjóri ferðaþjónustuna Erna Hauksdóttir áfram vælinu og segir að bílaleigur hafi tapað gríðarlega." við vorum með mikinn þrýsting á að þetta myndi gerast á styttri tíma, það blasti hreinlega stór tjón." Hvaða vit hefur framkvædarstjóri Samtaka ferðaþjónustu á gerð brú yfir jökulfljót þar sem beljandi straumur er. Væri ekki nær að Erna Hauksdóttir myndi kynna sér svona mál áður enn hún ræðst með kjaft að mönnum sem gera ekkert annað enn að byggja brýr eða annað sambandi við vegagerð. Enn hún hafði ekki á orði að vinnuflokkar á vegum Vegagerðarinnar og verktaka hennar hefðu unnið eins og skepnur.

Skattayfirvöld.

Ég tel það tímabært að skattayfirvöld fari nú vandlega yfir ferðaþjónustuna í heild og skoði skattaskýrslur þessara aðila, vegna ummæla Ernu Hauksdóttur að ferðaþjónustu fyrirtæki á hennar vegum sem eru að tapa miljörðum króna. Maður veltir fyrir sig innkomu sem er hugsanlega í stærri kantinum og ekki veitir af þessum tekjum í ríkiskassann, þess vegna þarf Steingrímur J.Sigfússon að beita sér að þessi skattaframtöl ferðaþjónustuaðila verði skoðuð vandlega. Það mun ekki ganga upp að framkvæmdarstjóri ferðaþjónustunnar skuli ítreka trekk í trekk segja að ferðaþjónustan verði af miljarða tapi á þjónustunni. Þjóðin spyr hvar eru þessar miljarðar tekjur sem ferðaþjónustan hefur haft? Sem kallar á ítarlega rannsókn strax og um leið að taka svona fólk eins og framkvæmdarstjóra Samtaka ferðaþjónustunnar úr umferð.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2011 kl. 23:44

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Axel Jóhann Hallgrímsson.

Þakka þér fyrir þínar athugasemdir. Fólkið á ekki orð yfir svona framkomu framkvæmdarstjóra Samtaka ferðaþjónustuaðila, þetta minnir mig á yfirgang og frekju. Nú er spurt þarf ekki að tappa loftinu af henni svo hún komist niður á jörðina.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.7.2011 kl. 23:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verður ekki að bíða með loftaftöppunina fram á haustið, það væri slæmt að fá rok núna á há annatíma ferðamanna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2011 kl. 01:36

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Axel Jóhann Hallgrímsson.

Hugsanlega, ég efast um að þessi loftþjappa myndi halda það út ef notkun væri mikill. Hinsvegar er rétt athugað þér og tek undir það getur það verið að rok, rigning,myndir draga úr ferðamannaiðnaðinum? Ég tala ekki um okurstarfsemi sem viðgengst á Íslandi þegar reynt er að plokka fé af ferðamönnum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.7.2011 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband