Framkvæmdarstjóri ferðaþjónustu aðila rangtúlkaði málið.

Það er alvarlegt mál ef framkvæmdarstjóri ferðaþjónustuna á Íslandi skuli ekki fara rétt með staðreyndir varðandi ummæli sem fréttaþjónustan í landinu og mbl hefur haft eftir henni að undanförnu þegar brú yfir Múlahvísl hvarf fyrir stuttu í heilu lagi. Síðan brúin hvarf þá hefur framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustu aðila Erna Hauksdóttir verið staðin að rangtúlka fréttir af þessum atburði og ráðast sérstaklega harkalega að Vegagerðinni og stjórnvöldum með óbilgjörnum hætti. Forsvarsmaður ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum Sigurður Atlason er ekki sammála Ernu Hauksdóttur hann segir samtökin of stóryrt og þau hafi gert of mikið úr þessu máli og vonandi munu þessi ummæli ekki endurtaka sig.

Ég tel það alvarlegt mál ef einstakur starfsmaður sem ráðin er í þetta starf skuli taka svona mikilvægar ákvarðanir sem þessi samtök standa fyrir. Ég mun ekki trúa því að hún sé einráð í sínu starfi, hugsanlega er til stjórn til í þessum samtökum sem ber í raun alla ábyrgð á framkomu framkvæmdarstjórans, því hún er ráðin af þeim sjálfum. Alla vega er kominn upp ágreiningur hjá ferðamálasamtökum á Vestfjörðum og hugsanlega víða sem líkar ekki aðferðir Ernu Hauksdóttur. Þá er spurt hvort þessi samtök taki ekki hana af veginum til að koma á friði meðal starfsmanna Vegagerðirnar , Verktaka, og Ríkistjórnarinnar sem hefur þó unnið kraftaverk á fáum dögum, geri aðrir betur.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband