20.7.2011 | 17:14
Borgarstjórnar meirihluti óhæfur að stjórna Reykjavíkurborg.
Það vekur mikla athygli þessa dagana er umfjöllun um Reykjavíkurborg sem nú er í umræðunni og skyldi ekki neinum manni undra það. Nú virðist það vera í lagi að bifreiðar leggi þar sem þeim hentar upp á grasfleti, eins varandi túnbletti sem sjálf Reykjavíkurborg hefur ekki metnað til að halda þeim við eða sjá um það með sómasamlegum hætti. Það sést best hvað ráðamenn borgarinnar eru slappir þegar fólk keyrir um hverfi borgarinnar þar sést greinilega, grasblettir eru víða upp fyrir ökkla vegna þess að ekki er hægt að slá þessa bletti, njólar eru nær 1 metir á hæð. Það er fínu lagi að gera þarfir sínar í garða í miðborg Reykjavíkur og pissa í húsasundum við Laugaveg. Eins varðandi að vera með áfengi á almannafæri það eitt er í lagi að vera með flösku í hendi. Og hvað með ef draugfullur einstaklingur kastar glerflöskunni í höfuðið á ókunnugum manni sem á þess ekki von? Sem ég vil ekki hugsa til enda varðandi afleiðingar.
Hvað er til ráða.
Reglukerfið er hreinlega ekki til um meðferð áfengis á almannafæri því það er Reykjavíkurborg sem ræður, og á að setja sér reglur hvernig gengið er um Reykjavík. Enn því miður eru þær reglur ekki til , þótt lögreglu lög segi annað um meðferð áfengis á almannafæri. Reykjavíkurborg setti upp fyrir nokkrum mánuðum síðan upp einstefnumerki á Suðurgötu án þess að lægi fyrir samþykki lögreglustjórans í Reykjavík, hugsið ykkur frekjuna og yfirganganginn sem er svo mikil að þeir gera það sem þeir vilja án þess að hafa samráð við yfirvöld sem eiga að fara með löggæslu störf. Hvernig er hægt að halda uppi aga þegar stjórnendur Reykjavíkurborgar vinna gegn lögreglumönnum sem hafa sektað þreytta eigendur bifreiða að leggja upp á grasvörðum í borginni, því eigendur bifreiða eru svo latir að þeir nenna hreinlega ekki að ganga nokkra metra, það sést best þegar ekið er í miðborg Reykjavíkur þá leggja menn hver á móti hvor öðrum og þykir sjálfsagt vegna þessa að það vantar aga og virðingu fyrir hvor öðru.
Stjórnleysi.
Það kemur ítrekað í ljós að frekja, yfirgangur og stjórnleysið sem virðist ríkja hjá Jóni Gnarr borgarstjóra og Degi B Eggertssyni sem hefur leitt í ljós að borgarbúar, verslunareigendur við Laugaveg og yfirmenn löggæslumanna eru ekki hafðir með í ráðum þegar kemur að skítugri borg og hvað sé til ráða til að sporna við þeim ófögnuði sem nú ríkir hjá stjórendum Reykjavíkurborgar. Tökum dæmi hér að ofan. Laugavegi er lokað að hluta án samráðs við kaupmenn við Laugaveg. Glerbrot, sígarettustubbar, og viðbjóður sem er í hjartagarðinum á milli Laugavegs og Hverfisgötu. Ekkert gert í því að borgarar geri þarfir sínar í húsagörðum eða séu með flöskur á lofti. Vinna gegn Lögregluyfirvöldum þegar hún reynir að halda uppi aga og virðingum fyrir eignum okkar. Og að síðustu að grasvörður sé upp fyrir ökkla og njólar vaxi ótakmarkað og eru sumstaðar komnir í hæð sem nemur einum metri. Væri nú ekki tími að borgaryfirvöld skoðuðu sinn gang áður enn ráðist er með frekju og yfirgangi í stjórnun borgarinnar sem er virkilega slóðarleg um þessar mundir.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góða kvöldið þið sem lesið þetta.
þetta blogg mitt sannar það sem ég skrifaði í gær, enn allt í einu var eins teljari á mínu bloggi virkaði ekki sem skildi. Enn alla vega er þetta búið að vera fréttaefni fjölmiðla í dag.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 21.7.2011 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.