24.7.2011 | 14:29
Fjölþjóða samfélag?
Við tökum undir með Biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni að senda norsku þjóðinni hugheilar hluttekningar og samúðar," sagði Karl Sigurbjörnsson biskup í guðþjónustu í Dómkirkjunni í morgun. Eins tökum við undir grimmdina, hatrið að baki voðaverkunum þetta tvennt er kjarni málsins. Fjölþjóða samfélög eru nú að ryðja sér rúms víðvegar í heiminum þar sem íbúar frá ýmsum þjóðernum flýja örbyggð eða vilja leita að betri lífsgæðum. Nú rís hinsvegar upp obeldismaður maður sem er að vara norsku þjóðinna við ógn af múslimum og fjölþjóðasamfélagi. Á sama tíma hafa norðmenn verið og eru þeir hörðustu að upprædda öfgasinna, sem hafa viljað koma upp bækistöðvum fyrir sitt fólk í Noregi. Norska lögreglan hefur staðið vaktina og hefur verið með mikið eftirlit með þeim og vísað mörgum öfgasinnum burtu sem hafa ógnað þeirra samfélagi sem byggt er upp af gömlum merg, sem dæmi kristinn trú sem er í hávöðum höfð að leiðarljósi. Enn leita lögreglumenn að gögnum sem tengjast málinu og hafa handtekið menn sem eru hugsanlega tengdir þessu máli?
Var allur kjarni notaður.?
Nú eru uppi spurningar? hvar eða var allur kjarni sem var 6 þúsund kíló notaður í þessa sprengingu? þetta eru spurningar sem fólk verður að hugsa um, því þetta er ekkert búið? eða hvar næst verður tekið til meðal múslima sem virðast nú vera ofsóttir af öfgasinnum. Það sama átti við gyðinga þegar þeir voru ofsóttir af þeim sem vildu þá burtu úr samfélagi þjóða fyrir það eitt að vera gyðingur. Trúarbragða stríð hafa aldrei skilað neinu nema að valdið uppreisn, blóðs, svita, társ, og dauða fólks sem hugsanlega hafa ekkert gert nema að hafa sína trú og fylgja henni. Maður spyr sig getur svona hræðilegur atburður ekki átt sér stað á Íslandi? og annarstaðar í heiminum þar sem öfgasinnar taka völdin í sínar hendur og fremja glæpi þar sem yfirvöld og fólk vita eða gera sér ekki grein hvenær sá skaði sem þeir valda muni hugsanlega gerast, þess vegna verður þjóðin að vera á varðbergi. Að lokum tökum undir orðs biskup,, Að hvers kyns ofbeldi er ólíðandi. Hér þurfum við öll að taka höndum saman í uppeldi til lýðræðis."
Jóhann Páll Símonarson.
Við erum öll harmi lostin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.