29.7.2011 | 13:25
Varúð við innbrot þjófum.
Nú fer í garð helgi þar sem fólk ferðast þar sem hiti og sól er, tekur með sér hjólhýsi, tjaldvagna og annan útilegu búnað. Enn þjófagenginn hafa fylgst vandlega með ferðum fólks víðvegar um borginna að undanförnu með skipulögum hætti. Það sem er alvarlegasta í þessu máli er aðferðafræðin sem þeir nota sem er byggð upp með þeirra hætti. Þegar fólkið er farið burtu í ferðalagið, þá ráðast þeir til inngöngu. Þess vegna ber fólki að vera á varðbergi við þjófagengi sem nú er á ferðinni í borgarlandinu og svífst einskinns til að komast inn í húsnæði hvort fólk sé í fasta svefni eða ekki heima. Best væri ef eigendur húsa myndu ganga tryggilega frá húsum sínum og láta vini sína og nágranna vita ef farið er að heiman. Best er að hafa öryggiskerfi sem fer í gang lætur þá vita ef brotist er inn og kemur í veg fyrir stór tjón.
Sá atburður skeði í nótt að brotist var inn í húsnæði í neðra Breiðholti kl 4 í nótt þar sem fjölskyldan svaf sínum væra blundi, þegar allt í einu heyrðist smá hljóð. Við athugun kom í ljós það var ókunnugur maður á ferð, staddur á stofugólfinu, klæddur svartri húfu til þess að dulbúa sig svo ekki væri hægt að bera kennsl á hann og var að aftengja sjónvarpið og búa sig undir að koma því burtu. Því hann hafði farið inn um glugga bakdyra megin hljóðlega svo enginn varð hans var fyrr enn einn íbúinn var hans var. Íbúinn brást reiður við og spurði þjófinn hvern djöfullinn er þú að gera hér, hann svaraði ekki. Enn gekk rólega út strax að útidyrum og hvarf á braut út í sortann. Hringt var á Lögreglu sem brást vel við og kom á staðin og kannaði vetfang og skemmdir og bauð fram aðstoð lögreglu, enn einhvern veginn kom áfallið eftirá sem ekki er hægt að lýsa. Það er óskemmtilegt að verða fyrir slíkri reynslu að fá þjófagengi inn á heimili þar sem það er ekki velkomið. Ef fólk hefur orðið vart við ókunnugu menn á ferð í Breiðholti sl nótt þá er þeim bent að hafa samband við lögreglu sem tekur þeim fagnandi. Þess vegna hvet ég þá sem eru heima að vera á varðbergi og hringja til Lögreglu ef það verður vart við ókunnugu fólki á ferð.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.