31.7.2011 | 17:47
Verslunarmaður ársins.
Það er ekki á hverjum degi þegar hlustendur velja sinn mann á degi verslunarmanna, ég veit að margir eiga það skilið fyrir þrautseigju og dugnað í starfi sem er ekki öfundsvert starf að vera góður og gildur verslunarmaður. Jón Gerald Sullenberger verslunareigandi í Kosti hefur barist hetjulega gegn samþjöppuðu valdi matvöru eigenda sem hafa viljað hann útaf markaðinum, enn Jón hefur staðið í þeim síðan hann opnaði fyrir rúmu ári síðan. Kostur hefur þá góðu eiginleika þegar viðskiptamenn koma inn í þess búð bíður manns góð framkoma starfsmanna sem taka á móti manni, hlýleg tónlist, kaffi, varan borinn út í bíl ef þess er óskað. Það er eins og vinur minn sagði mér líður svo vel þegar ég kem hér til að versla, undir þetta tek ég. Eins vil ég minna á Kostur er eina matvöruverslunin sem bíður uppá vörur frá USA og stórar pakkningar fyrir fjölskyldur.
Verslunarmaður ársins.
Jón Gerald Sullenberger verslunareigandi í Kosti var kosin verslunarmaður ársins á Rás 2 í þætti hjá Sirrý á sunnudagsmorgun þar sem hlustendur kusu hann bestan vegna góðrar framkomu hans við viðskiptamenn sína og fyrir gott vöruúrval. Það kom fram hjá honum í viðtalinu sem Sirrý hafði við hann, þar sagði Jón Gerald Sullenberger að viðskiptamenn væri þeir sem réðu ríkjum og þess vegna bæri að taka vel á móti þeim með því að bjóða þá velkomna og bjóða þeim uppá kaffi og aðstoða þá eftir þörfum og í þessum rekstri starfa börnin hans, móðir sem er yfirmaður kaffimála. Við þökkum Jóni fyrir frábært starf að lækka vöruverð á matvörumarkaði og um leið óskum við honum til hamingju að vera kosinn verslunarmaður ársins af hlustendum Rásar 2 í þætti hjá Sirrý á sunnudagsmorgun. Eins viljum við þakka Sirrý fyrir góða þætti um fólk og eins vil ég minna á að Jón Gerald Sullenberger verður gestur kl 10 næsta sunnudag á Rás 2 hjá Sirrý.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.8.2011 kl. 15:32 | Facebook
Athugasemdir
Hefur Jón Gerald gert eitthvað annað en opna eina verslun og stilla sér upp í miðjum hópi þeirra verslana sem fyrir voru? Ég get ekki séð að þessi innkoma Jóns sé umræðunnar virði.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.7.2011 kl. 19:37
Heill og sæll Axel Jóhann Hallgrímsson.
Ég sé á þínu svari að þú sért ekki samþykkur því að eðlilegir viðskiptahættir eigi sér stað og umræðu um þau málefni. Því miður get ég ekki tekið undir þín orð að umræða um Jón Gerald sé ekki þess virði.
Jón Gerald rekur matvöruverslun í samkeppni við samþjappað vald sem rekur skoðanakannanir hjá hvor öðrum til að sýna hvað þeir eru góðir, sem er ekkert annað enn ósvífni að hálfur þeirra tveggja. Fyrir utan Axel hann tekur vel á móti sínum viðskiptamönnum, það er ekki gert hjá hinum. Jón Gerald á þakkir mínar fyrir sitt framtak.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.7.2011 kl. 20:38
Þú mátt ekki misskilja mig Jóhann að ég vilji ekki eðlilega viðskiptahætti og umræðu um þau. Ég bara sé ekki að neitt hafi breyst við innreið Jóns Geraldar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.7.2011 kl. 21:39
Heill og sæll Axel Jóhann Hallgrímsson.
Burt frá því hvort við séum að miskilja hvorn annan, þá hefur Jón Gerald haft mikil áhrif á markaðinn þótt lítið fari fyrir honum. Hann er hinsvegar á kolvitlausum stað með sína verslun. Best væri ef hann gæti opnað fleiri verslanir til þess að geta látið finna fyrir sér, enn allt kostar mikla peninga. Vonandi tekst honum það. Mér finnst verslun hans hafa vaxið stórlega, enda er fólk ánægt með hans viðskiptahætti sem er honum til hrós.
Það er mín skoðun hvort fólki líkar það illa eða vel þá hefur Jón Gerald breytt framkomu verslunareigenda til hin betra þar sem gleði og ánægja er í fyrirrúmi það er í Kosti. Enn ef þú ferð í verslun þar sem hið samþjappaða vald ræður ríkjum stjórnar verði eftir eigin geðþótta og hefur verðsamanburð vikulega sín á milli til að aðrir komist ekki að. Þessum svívirðilegum aðferðum í viðskiptum er ég á móti. Og meira að segja eru þeir í sumum tilfellum vörum sem er ekki manni bjóðandi.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.7.2011 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.