Halldór Halldórsson sniðgengur smælingjana.

Það er ekki frásögu færandi þegar Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði nú formaður Sambands íslenskara sveitafélaga ræðst í pólitískum tilgangi að þeim eingöngu sem hafa ekki lifibrauð að ná endum saman. Ekki eru laun þeirra sem nú var samið um til 3 ára hrópandi góð eða vel gerð, því miður situr launa fólk enn á hakanum og bíður eftir mannssæmandi launum til að komast af. Enn öll verkalýðforustan hefur brugðist í þeim málum, þar á meðal Gylfi Arnbjörnsson sem var með 973 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og skúringarkonan hefur rúmar 150 þúsund krónur í laun. Það verður að segjast að Gylfi hefur misst traust launþega þótt hann telji sig vera yfir aðra hafin. Tökum rök um Halldór Halldórsson sem fór yfir strikið í ummælum sínum um uppsögn á starfsfólki á vegum sveitafélaga ásamt félögum sínum sem tóku undir með honum. Sjálfsagt vegna reynslu og þekkingarleysis í upplýsingar miðlun þegar hann talar um aukin kostnað og hvernig sveitafélöginn eigi að fjármagna ný gerða samninga, enn talaði ekki um ofurlaun Bæjarstjóra og fulltrúa sveitastjórna. Þessi ummæli eru ekkert annað enn hrein og bein ógun við fólk sem lifir við sultarlaun og á ekki fyrir því sem það þarf að standa við. Mér ofbauð þessi ummæli og undrast að þessir kjúklingar á þessum fjölmiðum skuli ekki láta þessi orð Halldórs til sín taka.

Hver eru laun Halldórs Halldórssonar?

Nýlega kom út rit Frjálsar Verslunar um tekjur manna. Viti menn þeir sem ropa hæðst eins og Halldór Halldórsson hans laun finnast ekki.  Enn laun bæjarstjórans í Fjallabyggð eru rúmar 2,5 miljónir á mánuði sem er sá hæsti í launum, síðan rokkar þetta frá rúmum 1,7 miljónum króna, þegar komið er til Reykjavíkur þá eru þessi laun kominn niður í rúmar 1,2 miljónir króna á mánuði fyrir starf að sveitarstjórnarmálum hugsið ykkur framkomu Halldórs við fólk sem vinnur við sveitarstjórnarmál að nú eigi að segja því upp vegna þess að sveitafélög eiga ekki fyrir þessari launa hækkun, þrátt fyrir stórfelda hækkun útvars og hækkun gjalda er varðar sorphirðu og aukagjalda sem eigendur húsnæðis verða að greiða. Ég verð að segja nú skaut Halldór Halldórsson yfir markið og spurningin til þjóðarinnar hvort við eigum ekki að breyta til í næstu kosningum og kjósa það fólk sem við teystum og látum þessa hroka gikki fara lönd og leið það eitt er mín skoðun í þessu rugli, þegar kemur að fólki sem á ekki fyrir því að reka heimili með eðlilegum hætti.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Sveitarfélögin munu segja upp fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband