Af hverju eru ekki gangandi lögreglumenn?

Fjölgun ferðammanna er nú orðinn staðreynd í Reykjavík og sérstaklega gangandi ferðamenn sem eru að kynna sér menningu og fara inn í verslanir til að skoða og kaupa vörur sem er gott mál fyrir sjálfa þjóðina í gjaldeyris öflun. Enn áhyggjur fólk sem hingað koma er ekki góður vitnisburður og sérstaklega ef menn treysta ekki umhverfi sem það er í. Það var nefnilega tilefni að þessu bloggi þegar ferðamaður sem sneri sér að mér í dag og sagði af hverju eru ekki gangandi lögreglumenn á Laugavegi eða sjáanlegir menn sem fylgjast með? Ég var hissa og spurði af hverju ert þú að spyrja, jú mér er ekki sama að vera hér á ferð því það eru svo margir undarlegir menn á ferð og sumir mjög furðulegir sem vakti athygli mína. Ég er búinn að vera hér í 4 daga og mér líst ekki á þetta ástand þótt landið ykkar sé æðislegt enn drykkjumenning og annað sé ekki það sem ég sóttist eftir, heldur að skoða menningu sem þið hafið uppá að bjóða. Ég sagði honum að Lögreglumenn hefðu haft gætur hér áður fyrr, enn ekki nú. Eftir spjall þá tjáði honum að lögreglustöðin væri við Hverfisgötu þar gæti hann spurt þá út um mál sem hann væri ósáttur við síðan kvöddum við og fórum í sitt hvora áttina.

Til að sannreyna þetta þá gekk ég niður Laugaveg og niður á Bæjarins Bestu við Tryggvagötu til að ganga úr skugga að þetta sé rétt hjá honum kl 17 í dag. Eftir ferð mína þá mætti ég gufu rugluðum einstaklingum sem voru þarna á ferð niður Laugaveg ekki einn heldur fleiri sem voru í annarlegu ástandi. Ekki einn lögreglumaður var sjáanlegur á ferð minni niður Laugaveg að Bæjarinns Bestu við Tryggvagötu. Sumir sem ég mætti voru í þvílíkri vímu að þeir vissu varla hvort þeir væri að ganga því þeir hentust frá húsi til enda á gangstéttinni. Ekki vantaði barina sérstaklega neðarlega á Laugaveginum og niður í miðborg Reykjavíkur. Eftir þessa stuttu göngu ferð í dag þá tel ég þörf á löggæslu til verndar hinum almenna borgara, þar sem verslun og viðskipti fara fram. Það getur ekki verið eðlilegt að útlendingar þurfi að spyrja mig eða aðra um hugsanlega lögreglu vernd. því honum fannst  hann væri hugsanlega í úthverfi þar sem hávaði og sukk, þrífst. Sem er svipað og í verstu út hverfum stórborgar í Evrópu. Það eitt er ekki góður vitnisburður fyrir Reykjavíkurborg sem fer alfarið fer með þessi mál. Það er skoðun mín að áfengisneysla fer vaxandi og notkun vímuefna í miðborg Reykjavíkur. Til að koma í veg fyrir sukk og svínarí verður Reykjavíkurborg að efla löggæslu í miðborg Reykjavíkur.

Jóhann Páll Símonarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband