Er á byrjunar reit á ný.

Sæll Jóhann Páll, vegna beiðnar um aðstoð Fjármálaeftirlitsins við að fá gögn frá Gildi lífeyrissjóði og svör varðandi málefni Gildis getur Fjármálaeftirlitið aðeins ítrekað það sem fram hefur komið í fyrri svarbréfum, dagsettum 8. september og 14. október 2009 og 28. apríl 2010. Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að fylgjast með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur og að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, sbr. 8. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Eins og margoft hefur komið fram er Gildi lífeyrissjóður eftirlitsskyldur aðili og þ.a.l. eru málefni sjóðsins, líkt og annarra eftirlitsskyldra aðila, undir stöðugu eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Því miður er ekki til staðar úrskurðarnefnd sem fjallar um ágreiningsmál neytenda gagnvart lífeyrissjóðum, en úrskurðarnefnd er til um viðskipti við fjármálafyrirtæki og vátryggingarfélög. Ef ágreiningsmál koma upp milli lífeyrissjóðs og sjóðsfélaga getur sjóðsfélagi eingöngu skotið þeim ágreiningi til gerðardóms sbr. 33. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar um gerðardóm er að finna í 20. gr. samþykkta lífeyrissjóðsins. Þá geta aðilar ávallt leitað réttar síns fyrir almennum dómstólum hafi ágreiningsefnið ekki verið undanþegið lögsögu þeirra með lögum eða samningi. Kveðja / Best Regards 

Þetta var eitt af svar bréfi sem ég fékk frá FME og þau bréf sem nú liggja í skjala safni FME. Ykkur til fróðleiks hvernig kerfið virkar.Ég hef þurft í nær 8 mánuði að bíða eftir svari frá Gildi lífeyrissjóð vegna spurninga sem ég lagði fyrir ársfund í apríl mánuði 2011. Síðan hef ég þurft að berjast við stjórn Gildis að fá svör. Þau bárustu í pósti eftir 82 daga og þá aðeins 8 línur þar sem mér var bent að skoða skýrsluna betur. Hugsið ykkur svarið eftir 82 daga þann hroka sem mér er sýndur. Ég byrjaði á Fjármálaeftirlitinu, síðan Viðskipa og Efnahagsráherra hann hefur ekkert með FME að gera. Síðan á fund með Innanríkisráðherra, og síðan Fjármálaráðuneyti embætti Steingríms J Sigfússonar um beðni að fá hjálp að fá svör. Fulltrúar Fjármálaráðherra svöruðu eftir 41 dag eftir ýtrekun þá var málið sent á ný þann 14 nóvember 2011 framsent fjármálaeftirlitinu til þóknarlegar meðferðar. Enn á ný hef ég þurft að ýtreka svar mitt, svar barst fyrir stuttu þar segir að ég muni eiga von á svari fljótlega. Þessi orð minna mig á Bösl í hnasli, sýsla í rusli og þey þey. Er nokkur hissa að þeir vilji bæta sig í samskiptum.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is FME vill stuðla að auknu gagnsæi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband