17.4.2012 | 16:43
Titringur vegna ársfunda lífeyrissjóða.
Það skal engum undra þann titring sem ríkir hjá stjórendum lífeyrissjóða, vegna ársfunda sem nú eru framundan. Einn af þeim er Arnar Sigmundsson formaður landsambands lífeyrissjóða sem í morgun sat fund stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Það virðist sem Arnari hafa þótt orð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingar ekki vera rétt þegar hún sagði. Að svo virtist að einhver kjánaskapur hefði verið ríkjandi í stjórnum sjóðanna þegar kom að fjárfestingum þeirra í aðdragenda bankahrunsins,, Arnar svaraði " Hann sagði þó ekki detta í hug að halda því fram að kjánar sætu í stjórn Seðlabankans,, Arnar hélt áfram að verja hag lífeyrissjóða með því að segja með setningu neyðarlaga hefði tap lífeyrissjóðana væri sennilega á bilinu 75 - 100 miljarðar króna,,Pétur Blöndal. Ég vil fá að mótmæla þessari spurningu," sagði Pétur á þeim forsendum sem áður segir að án neyðarlaganna hefði allt hrunið hér á landi. ,, Þriðja dæmið er ummæli Hrafn Bragasonar fyrrverandi Hæðstaréttardómara sem segir enga þörf á nýrri rannsókn,,
Lífeyrissjóðir
Voru nefnilega á undan alþingismönnum að rannsaka sjálfan sig sjálfsagt til að koma í veg fyrir víðtæka rannsókn eins og Rannsóknarnefnd Alþingis hafði. Nefnd undir stjórn Hrafns Bragasonar hafði ekki víðtækar rannsóknarheimildir, stað þess voru þeim send gögn frá lífeyrissjóðum. Í öðru bindi 12 kafla skýrslu Hrafns Bragasonar á bls 129 - 150 Gildi lífeyrissjóður kemur fram, að mesta tap Gildis lífeyrissjóðs í hlutabréfum í einu félagi var í hlutabréfum sjóðsins í Kaupþingi eða um 16,668 mkr. Það vekur eftirtekt við fall Kaupþings átti Gildi 20.144 þúsund hluti í bankanum og hafði eign sjóðsins í bankanum aukist um 106 þúsund hluti á tímabilinu. Samkvæmt ársreikningi Kaupþings var Gildi 6 stærsti hluthafi bankans í árslok 2007 með 2,9% eignarhlut.
Fjárfestingar.
Það vekur athygli að þrátt fyrir stöðuga og mikla lækkun á gengi hlutabréfa Bakkavarar þá hélt Gildi jafnt og þétt áfram að kaupa hlutabréf í félaginu. Þannig keypti Gildi hlutabréf í Bakkavör á árinu 2008 fyrir 1,623 mkr. Tap Gildis lífeyrissjóðs á hlutabréfum sínum í Bakkavör var a.m.k. 8.004 mkr í árslok 2007. þá var Gildi 2 stærsti hluthafi Bakkavarar.
Gildi lífeyrissjóður tók þátt í hlutabréfaútboði FL. Group og keypti hlutabréf á útboðsgenginu 14,7 fyrir 533 mkr. Til viðbótar keypti Gildi hlutabréf í FL. Group þann 4 janúar 2008 fyrir samtals 301 mkr. Samtals keypti Gildi því hlutabréf í Exista um áramótin 2007/2008 fyrir 834 mkr. Samhliða ákvörun um þáttöku í útboðinu var ákveðið að selja hlutabréf í FL. Group fyrir 305 mkr. á genginu 15,25 nettókaup voru því 525 mkl.
Athygli vekur að ekki er að finna neina stjórnarákvörðun um nefnd hlutabréfakaup, heldur ekki neinn vinnugögn starfsmanna Gildis eða annað það sem sýnir aðdraganda, útreikninga og rökstuðning fyrir því að hlutabréfabréfin í FL. Group voru keypt í ofangreindu útboði. Tryggvi Tryggvason fyrrverandi sjóðstjóri taldi sig lítið muna um einstakar fjárfestingar sjóðsins á útektartímanum sem hann hafði staðið að.
Eignarstýringardeild Gildis fór að mestu með eignarstýringu sjóðsins. Reglur sögðu til um hvaða heimild starfsmenn eignastýringar höfðu enn allar meirriháttar fjárfestingar voru ákveðnar á fundum framkvæmdarstjóra með starfsmönnum deildarinnar og þær stærstu þá eftir að hafa verið bornar undir formann og varaformann sjóðsins. Þess skal getið að,, Lagaákvæði átti því að vekja þá sem störfuðu á fjárfestingarmarkaði til umhugsunar um þessa hættu og taka tillit til slíkar tengsla í störfum sínum. Miklar stöður Gildis lífeyrissjóðs í Kaupþing banka, Exista, og Bakkavör voru í raun við mörk þegar fyrir hrun.
Jóhann Páll Símonarson.
Vil fá að mótmæla þessari spurningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.