16.11.2013 | 14:13
Var ekki um skipulega aðför að ræða.?
Ekki er ég sannmála Sigríði Kristinsdóttur hrl. Sem telur að mistök hafa verið gerð við veðsetningu Eirar. Hugsanlega var um skipulega aðför að ræða af fyrrverandi stjórnendum Eirar, sem samþykktu að veðsetja eignir Eirar hjá sýslumanninum á Sauðakrók. Hvernig skildi standa á því að farið sé á bak við aðra veðhafa með bellibrögðum. Fyrrverandi fjármálastjóra var veitt umboð að undirrita skuldabréf með veði í fasteignum stofnunarinnar og undirritaði umsókn til sýslumannsins á Sauðarkróki fyrir hönd stjórnar. það virðist sem Ríkisendurskoðun hafi verið send afrit. Enn það alvarlegasta er að enginn fylgigögn virðist hafa fylgt umsóknum, td. hefði mátt telja eðlilegt að greinargerð um fjárfestinguna eða rekstraráætlun væru með í umsókn. Ríkisendurskoðun taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við beiðnirnar þar sem umræddar fjárfestingar voru í þágu starfsemi Eirar eins og henni er lýst í skipulagsskrá stofnunarinnar. Sjóðir og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá senda árlega reikninga sína til Ríkisendurskoðenda sem varðar lögbundnar þjónustu Eirar sem ríkissjóður fjármagnar. Enn Ríkisendurskoðun telur sig ekki hafa umboð til að endurskoða aðra þætti Eirar. Takið eftir,, Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er ekkert getið um húsrekstrarsjóðs í skipulagsskrám Eirar, hvorki þeirri samþykkt sem var samþykkt var árið 1990 eða þeirri sem var samþykkt var árið 2011. Því stjórnareining var ekki til staðar innan Eirar. Eignir húsrekstrarsjóðsins aðeins bankareikningur rekinn á sömu kennitölu og hjúkrunarheimilið Eir.
Sýslumaðurinn á Sauðakróki.
Veitir sjálfseignarstofnunum heimild til veðsetningar á fasteignum og á hann að leita umsagnar Ríkisendurskoðunar áður enn heimildin er veitt. Lög stangast á, ekki kemur fram í lögunum með hvaða hætti slíkt eftirlit á að vera. Ráðherra getur sett nánari reglur um samstarf á milli sýslumannsins og Ríkisendurskoðunar enn slíkar reglur eru ekki til staðar. Þannig að varðveisla fjármuna sé ekki einkamál stjórnar og ekki megi veita heimild til veðsetningar nema að undangenginni yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar um að það ógni ekki rekstri stofnunarinnar. Það virðist sem Ríkisendurskoðun hafi kannað einungis hvort veðsetning á eignum Eirar væri í samræði við markmið í staðfestri skipulagskrá Eirar enn kannaði ekki fjárhagslega stöðu Eirar.
Það er ömurlegt að hugsa til þess ef Eir fer í gjaldþrot? Sem ég vona ekki? Enn ef það skeður þá munu þeir sem hafa greitt sinn ævisparnað hugsanlega tapa sínum hlut. Enn klíkan sem bjó til þessa svikamillu, ætti í raun að sækja til saka, enn gamlafólki sem hefur sett aleigu sína á sínum tíma til að tryggja sér öruggt húsnæði til æviloka á ekki fé til málaferla á hendur þeim sem stöðu að þessum gjörningi að fara í kringum lög. Fjölmiðlar þar á meðal RUV, 365 miðlar, Fréttablaðið, netmiðill í eigu 365 Vísir fjalla sömuleiðis ekkert um Eir. Eygló Harðardóttir hefur ekkert gert, Eygló snýr sér undan þegar Sigurður Hólm óska eftir viðtali við ráðherra, hún hreinlega þegir og segir, ég hef ekkert við þig að tala. Mér finnst það helvíti hart að þeir sem ráða för skulu ekki reyna hvað þeir geta að leysa þetta til sín, þá er átt við að ríkið og borg taka málefni Eirar yfir. Til þess eins að tryggja hag þeirra sem hafa skila ævistarfi sínu.
Þökk sé Morgunblaðinu og stjórnendum þess og sérstaklega þeim blaðamanni Agli Ólafssyni fyrir fagmannlega skrif og útskýringar á málefnum Eirar. Það er víst að fólkið á Eir á skjól hjá Morgunblaðinu sem hefur með sínum fréttaskrifum upplýst okkur um sukk og svínarí að mínu áliti.
Jóhann Páll Símonarson.
Mistök gerð við veðsetningu Eirar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stjórnendur Eirar sýndu af sér einstakt kæruleysi og léttúð. Mér er kunnugt um að eldra fólk hafi jafnvel selt heilu jarðirnar til að kaupa sér góða íbúð hjá Eir í góðri trú að þar gætu þau lifað hægu lífi síðustu árin. Þetta góða fólk vissi ekki betur en að erfingjarnir ættu íbúðirnar. Það er öðru nær, nú eru þær leigðar áfram og erfingjar sjá ekki krónu.
Mér sýnist á öllu að hagsmunagæsla Félags eldri borgara hafi brugðist. Af hverju kom það félag ekki við sögu réttargæslu þessa fólks?
Guðjón Sigþór Jensson, 17.11.2013 kl. 13:42
Guðjón það er mín skoðun að kæra eigi þetta mál. Mörg eru dæmi sem eru um viðbjóðu í einu orði sagt. Það er margt rétt sem þú telur hér upp. Það er mjög alvarlegt þegar íbúðir eru veðsettar á samþykkis þeirra sem lögðu inn sitt fé til að tryggja sér búseturétt. Fólk lagði eftir getu aðrir minna og hinir meira. Ég veit um mann sem lagði 40 miljónir króna, hann er nú látinn. Enn eftir situr erfingjar sem eiga nú að fá gúmmítékk sem er handónýtt skuldabréf og þurfa síðan að borga af því erfðaskatt samkvæmt lögum. Tek undir þér með félag eldri borgara. Guðjón hvaða félag er þetta félag eldri borgara, ekki hef ég heyrt um það. Væri þá ekki í lagi að auglýsa eftir þessu félagi í Morgunblaðinu, ég held að það væri góð hugmynd. Guðjón ég mun taka meira um þetta mál, ég veit að Sigurður er ekki hættur í þessu máli.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 17.11.2013 kl. 21:12
Öll þessi mál kringum Eir eru meira og minna hneyksli sem ber að sæta opinberri rannsókn rétt eins og aðdragandinn að hruni bankanna á sínum tíma. Mér finnst það ekki vera fullnægjandi lausn að fela Jóni Sigurðssyni fyrrum ráðherra og formanni Framsóknarflokksins m.m. að hafa þessi mál alfarið á sinni könnu.
Þó svo að Jón sé ekki grunaður um græsku, þá getur hann varla talist hlutlaus í þessum málum vegna tengsla inn í spillingarvef Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Eg vil taka fram að eg ber fyllsta traust til Jóns enda var faðir hans varkár og farsæll hæstaréttarlögmaður sem hélt sig utan við spillinguna það best eg veit.
Guðjón Sigþór Jensson, 21.11.2013 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.