17.11.2013 | 20:58
Jú þetta var dómur og skoðun sjálfstæðismanna.
Allt er á hvolfi í Sjálfstæðisflokknum eftir þetta prófkjör. Ekki skal neinum undra sú skoðun fólks, því borgarfulltrúar hafa ekki staðið sig vel í minnihlutanum. Þeir hafa ekkert gert allt kjörtímabilið nema að samþykkja allt sem meirihlutinn hefur viljað. Þeir hafa ekki brugðist við hækkunum á gjaldskrá Reykjavíkurborgar sem lítið dæmi. Þeir sem tóku þátt í þessu prófkjöri vildu breytingar og burtu með marga borgarfulltrúa sem ég ætla ekki að nefna hér. Enn flugvallarmálið var nefnilega aðalmálið, því kjósendur spurðu nefnilega hverjir væru með flugvellinum. Nú rísa félag sjálfstæðiskvenna í flokknum upp á afturlappirnar og segja þetta prófkjör var ekki í lagi og við stillum upp á ný.
Þola konur í Sjálfstæðisflokknum ekki að tapa? Eiga þær meiri rétt enn aðrir? Var ekki prófkjörið niðurstaða sjálfstæðismanna? Samt var Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir með stærsta kerfið fyrir utan allar auglýsingar sem voru í þúsundum króna. Þrátt fyrir það náði hún ekki nema 4 sætinu, af hverju skildi það vera? Er það ekki vegna þess að fólkið vildi ekki Þorbjörgu myndi leiða listann?. Jú var svarið. Júlíus Vífill bauð sig fram í sama sætið nefnilega fyrsta sætið og tapaði því. Af hverju skildi það nú vera? Það dæma sjálfstæðismenn sjálfir, enn hann er tapsár og er að hugsa sig um að hætta. Síðan kemur Hildur Sverrisdóttir hún náði ekki sínu fyrsta sæti? Af hverju skildi það nú vera. Flugvöllurinn var þar aðalmálið, þar sem hún vildi hann burtu og fólk treysti henni ekki. Hinsvegar er Kjartan Magnússon hinn reyndi og góði fulltrúi okkar borgarbúa sigurvegari með 2531 atkvæði sem hefur gert athugasemdir við margt við stefnu Reykjavíkurborgar í skuldasöfnun vegna byggingar Hörpu, hann var ætíð á móti þessari byggingu frá fyrstu tíð. Enn klíkan í Sjálfstæðisflokknum ýtti honum til hliðar, þar á meðal Hanna Birna, Þorbjörg Helga, Júlíus Vífill og fleiri.
Hinsvegar er árangur Mörtu Guðjónsdóttur þokkalegur árangur, hún er heiðarleg og fylginn sér í því sem hún gerir það sem ég hef verið að fylgjast með.Hildur hrapar niður listann vegna þess að hún bauð sig fram í fyrsta sæti, og endar í 6 sæti sem Marta var lengi í því sæti. Vandamálið er fólk er búið að fá nóg af rugli hjá stjórnendum Sjálfstæðisflokksins. Fyrst mátti ekki taka þátt nema að fólk væri flokksbundið og hafði greitt sitt ársgjald, vegna óánægju þá var þetta dregið til baka. Síðan er þessi misskipting þeirra sem eiga meira fé á milli handa og geta boðið upp á vöfflur, kruðerí og annað. Þeir hafa miklu meira vægi og þarf af leiðandi ná betur til fólks. Síðan er blað sem flokkurinn gefur út kemur of seint til félagsmanna, til þess að geta gert upp hug sinn, því fólkið þekkir ekki fólkið sem var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Síðan er stærsti vandi Sjálfstæðisflokksins er klíkuveldið sem er innan þess fólk, þar berjast fylkingar sín á milli með völd, staða þess að sameinast um stefnu flokksins. Það muna allir þegar Hanna Birna gróf undan sínum félaga með sínum vinum. Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og þá missti flokkurinn meirihluta vald sitt í borgarstjórn þetta er stærsta aðför sem hefur verið gerð að flokksfélaga sínum sem ber enn á reiði á milli manna.
Gammalt brauð.
Segja mótherjar og félagar sjálfstæðismanna. Þar á meðal Logi Bergmann Eiðsson, við kaupum ekki gamalt brauð. Hvaða rök eru þetta, vilja borgarbúar ekki reynt fólk að stjórna miljarða fyrirtæki?. Er það virkilega satt að það þurfi ungt fólk sem veit ekki hvað þetta snýst um til að stjórna Reykjavíkurborg?. Er það sem fólk vill að öll ábyrgð sé á höndum embættismanna.? Nei það þarf fólk með heiðarleika sem veit hvað um er að ræða. Síðan koma önnur rök að þetta hafi verið listi meðal eldri manna?. Hvaða aldur er maður gamall? Er það þegar fólk er komið um fimmtug? ég spyr hverskonar rök eru þetta. Sona rök gera ekkert annað enn að líta niður á reynt fólk. Hinsvegar er hægt að byggja upp ungt fólk með því að kenna þeim ákveðna hluti. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að skipta Hönnu Birnu út sem varformanni og fá þar aðila sem kann mannleg samskipti við sína samherja með það að markmiði að taka á klíkuveldinu innan raða Sjálfstæðisflokksins. Á meðan ástandið er svona mun þessi flokkur minnka og minnka, enda sýnir skoðunarkönnun það. Enn hverjir eða hver keyptu þessa skoðun það eitt er spurningarmerki? Skoðun Halldórs Halldórssonar er rétt hvað varðar að niðurstöðu varðandi prófkjörið, það voru sjálfstæðismenn sjálfir sem vildu hafa niðurstöðu með þessum hætti. Það á ekki að taka valdið af þeim sem lögðu sig fram og kjósendum sem sættu sig við sitt prófkjör. Klíkan á ekki að ráða nú. Ef þeir breyta listanum mun Sjálfstæðisflokkurinn nærri þurrkast út, það er mín skoðun.
Jóhann Páll Símonarson
Ekki dómur yfir borgarfulltrúum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.