20.11.2013 | 23:26
Reykjavíkurflugvöllur á sínum stað.
Nú er Hanna Birna búinn að viðurkenna það opinberlega við fréttamanninn Kristján Már að flugbraut eigi að fara, og það verði auglýst fyrir áramót. Hugsið ykkur það er ekki tekið mark á þúsundum undirskrifta fólks sem vill hafa flugvöllinn á sínu stað. Enda er það staðreynd að flugvallamálið mun skaða Sjálfstæðisflokkinn enn meir enn nú er, enda kom það fram í prófkjöri nýlega. Ekki grunaði mig að búið væri að selja uppgröft við Lýsis Reit til nýbygginga í Vatnsmýri þrátt fyrir mótmæli íbúa, eins og sést hér. 18.03 Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi reits 1.132.0, Norðurstígsreits, dags. 3. september 2003. Tillagan var í auglýsingu frá 26. september til 7. nóvember 2003. Eftirfarandi aðilar sendu athugasemdir: Sveinn Sig. Kjartansson og Stellu Sæmundsdóttir, Lindargötu 11, dags. 07.11.03, Grétar Gunnarsson, Ægisgötu 10, dags. 07.11.03, Lögmál ehf, f.h. Hansínu Hannesdóttur, dags. 06.11.03, Þórarinn St. Halldórsson og Soffía Landmark, Nýlendugötu 6, dags. 27.11.03.
Þegar hermenn yfirgáfu Ísland eftir að hafa byggt flugvöllinn upp á sinn kostnað þá var það Ólafur Thors heitin formaður Sjálfstæðisflokksins, sem tók við yfirstjórn flugvallarins í Vatnsmýrinni fyrir hönd þjóðarinnar. Flugvellinum var skilað til baka við lok stríðsins fyrir rúmum 60árum. Andrúmloftið var rafmagnað meðan á þessu stóð og gleðin skein úr augum fólks þegar Ólafur tók formlega við flugvellinum í Vatnsmýrinni. Á þessum tíma bjó íslenska þjóðin við fátækt og eymd og menn bjuggu í dapurlegum húsakynnum, þ.á.m. í bröggum. Nú hefur hins vegar búseta breyst til hins betra. glæsihallir hafa verið byggðar á undanförnum árum og yfir 4000 þúsund íbúðir í eigu bankana, lífeyrissjóða og vogunarsjóða, standa nú auðar eftir hrunið. Kaupendur eru ekki til staðar. Ekkert fjármagn er til íbúðarkaupa. Bankarnir og lífeyrissjóðir halda verðinu uppi með handafli. Reykjavíkurborg situr uppi enn með tilbúnar lóðir fyrir þúsundir miljóna króna. Ekki fæst kaupandi að þeim lóðum frekar en að þeim lóðum sem nú standa auðar. Á sama tíma vilja menn þétta byggð og byggja dagdrauma fyrir 45 þúsund mans í Vatnsmýrinni. Hvar er fólkið? Það er ekki til og verður ekki til á næstu árum. Hverskonar málflutningur er þetta? Hvað eru fulltrúar Samtaka betri byggðar að hugsa? Væri ekki nær að snúa sér að öðrum verkefnum? Það er t.d. nóg af auðum sumarbústaðarlöndum sem bíða uppbyggingu og eftir kaupendum. Þremenningarnir í Samtökunum um betri byggð; Örn Sigurðsson, Gunnar H. Gunnarsson og Einar Eiríksson hafa það sameiginlegt að hafa ritað margar greinar um málið. Allar hafa þær sama innihaldið; burtu með flugvöllinn, þétta byggðina og selja lóðir fyrir 70 miljarða króna til að grynnka á skuldum borgarinnar. Þessar hugmyndir Samtaka betri byggðar, standast ekki frekar en annað sem þeir félagar standa fyrir. Félagarnir styðjast nefnilega við órökstuddar dylgjur í garðs fólks, sem vogar sér að svara þeim. Þeir hafa mætt mikilli andstöðu fólks, sem er á móti þessum framkvæmdum. Þremenningarnir virðast ekki skilja þá staðreynd að meirihluti þjóðarinnar vill að Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verði áfram á sínum stað. Reykjavíkurflugvöllur er ekki í eigu Reykjavíkurborgar heldur þjóðarinnar. Það er hún sem hefur valdið. Þjóðin hefur nefnilega nýlega varið miljörðum í framkvæmdir í uppbyggingu vallarins en það var gert af þáverandi stjórnvöldum til að skapa fleiri atvinnutækifæri og tekjur. Ef þessi orð hafa komið Erni úr jafnvægi og vegið að heiðri hans, þá er illa komið fyrir honum. Annað dæmi, sem Örn nefnir, að málflutningur þessa hóps einkennist af rökfælni, innantómum slagorðum, ósannindum, útúrsnúningum og stigharðnandi árásum og dylgjum. Þessi orð dæma sig sjálf. Fulltrúar Samtaka betri byggðar hafa aldrei svarað neinum, nema með órökstuddum dylgjum um saklaust fólk, sem tekið hefur á móti þessum yfirstéttafélögum úr Þingholtunum. Þetta getur fólk lesið í greina safni Morgunblaðsins og dæmt sjálft.Það væri óskandi að þremenningarnir gerðu sér grein fyrir að þeir komast ekki upp með órökstuddar dylgjur á hendur fólki sem vill hafa Reykjavíkurflugvöll áfram á sínum stað. Fólk er þjóðin í landinu og þjóðin vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.