8.12.2013 | 23:08
Íbúar á Eir stofna hagsmuna félag.
Stofnfundur íbúa á Eir hjúkrunarheimili verður á morgun. Einn færasti lögmaður mun hugsanlega verða þeim til handar vegna hugsanlega ólöglegrar veðsetningar og fleiri mála sem upp hafa komið. Sem fyrrverandi stjórnarmenn gerðu á samþykkis íbúa sem höfðu greitt sinn íbúðarrétt með tugi þúsunda króna, með sölu íbúðum sínum. Eftir að hafa farið yfir skýrslu Deloitte. Spurningarmerki eru mörg við sukk og svínarí sem hefur viðgengis árum saman án samráðs við íbúa Eirar. Ekki voru fundir bókaðir í mörg ár, ekki voru haldnir ársfundir þar sem eldra fólkið átti að geta fylgst með, hvað væri í raun að gerast? Fyrr enn að allt var komið í þrot, og skipuð var ný stjórn eftir átaka fundi með íbúum Eirar þegar lánastofnanir voru hættar að lána og ekki voru veð til sem trygging fyrir nýjum lánum. Það merkilegasta er að nýir stjórnendur gáfu eftirlitsaðila aðeins 50 stundir að rannsaka bókhaldið. Enda telur Deloitte ástæðu að endurskoða þætti í skipulagskrá og innra eftirlit í starfsemi stofnunarinnar. Bleyjukaup voru ekki í samræmi við lög og almennar bókhald og reiknisskilavenjur. 2,7 miljónir króna voru greiddar til fyrrverandi forstjóra og fjármálastjóra vegna flugferða, gistingar og veitingar samþykkt af fyrrverandi forstjóra og fjármálastjóra sitt á hvað eftir hver átti í hlut. Eir átti fulltrúa í byggingarnefndinni á þessum tíma, og var stjórnaformaður Eirar og forseti borgarstjórnar sem átti að gæta hag Reykjavíkurborgar
Nú er rekið dómsmál sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi í janúar 2014 og væntanleg verðu niðurstöðu héraðsdóms á fríað til Hæstaréttar og hugsanleg niðurstaða mánuði síðar, þá mun koma í ljós hvort veðsetning á láni sem veðsett var hjá sýslumanninum á Sauðarkrók mun halda, það sem vekur upp spurningar hvernig getur það gerst að hægt sé að veðsetja eignir annarstaðar?, þar sem lögheimilið er í Reykjavík getur það verið að ekkert samráð sé á milli sýslumanna? og upplýsingargjöfin sé í molum? Ég spyr hvernig er það hægt að fara á bak við veðhafa? Það mun koma í ljós eftir áramót. Meðan bíða íbúar í stofu fangelsi, eins og Ingimar Sveinsson sagði í kastljósþætti. Og Sigurður Hólm íbúi verður hugsanlega gjaldþrota ef allt fer á versta veg, og þar með borinn út á götuna með veika konu sína sjálfsagt í Eirarúminu ef hún fær að halda því. Nú vakna upp stórar spurningar hvort málið hafi verið kært? Og beðið hafi verið um opinbera rannsókn á málefnum Eirar? Þetta eru stórar spurningar, sem hugsanlega verða ræddar á morgun.
Þess skal getið að Ingimar Sveinsson íbúi hefur ítrekað sent inn spurningar þar sem hann hefur óskað eftir svörum og nú síðast til Eyglóar Harðardóttur og Kristjáns Þór Júlíussonar enn þeim spurningum hefur ekki enn verið svarað. Til að tryggja enn sinn rétt þá sendi hann inn erindi til allrar alþingismanna sem hafa verið svo yndislegir og þægilegir að svara ekki heldur bréfum. Já sýsla í rusli eins og nóbelsskáldið komst að orði.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.