Nú er farið að hitna í málefnum Eirar.

Stofnfundur hagsmunafélags íbúðarrétthafa hefst í kvöld kl 19,30 í sal Samhjálpar að Stangarhyl 3. Búseturétturinn varinn af stjórnarskrá,eitt er þó víst að búseturéttur er eign og nýtur verndar eignaréttaákvæða stjórnarskrárinnar, segir Ragnar Aðalsteinsson Hæstaréttarlögmaður. Þá spyr ég var farið framhjá þeim lögum af fyrrverandi stjórnendum Eirar? Hinsvegar er ég sannmála Ragnari að mistök hafi verið gerð með veðsetningu á láni hjá sýslumanninum á Sauðarkrók sem nú er í dómmeðferð hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og verður umrædd mál tekið fyrir í byrjun árs 2014. Málið rekur Sigríður Kristinsdóttir Hæstaréttalögmaður ACTA lögmanna fyrir hönd sína skjólstæðinga. Þetta atriði bendir Ragnar Aðalsteinsson réttilega á að hugsanlega verði ríkið krafið um skaðabætur vegna háttsemi eftirlitsaðila og umsagnaraðila, sem er hugsanlega Ríkisendurskoðun baki ríkinu bótaskyldu.

Varðandi fulltrúaráðið þar sitja 34 fulltrúar. Hlutverk ráðsins er að fylgjast með rekstri og vera tengiliður milli stjórnar og þeirra aðila sem standa að stofnunni. Fengu fulltrúar í fulltrúaráði Eirar réttar upplýsingar þar sem formaður fulltrúaráðs var formaður stjórnar hjúkrunarheimilisins Eirar, og fulltrúi Reykjavíkurborgar. Þar sátu sem dæmi í fulltrúaráði, aðilar frá Seltjarnanesbæ, Eflingu, Mosfellsbæ, Og Reykjavíkurborg með 7 fulltrúa. Hvernig stendur á því að engar umræður voru bókaðar um greiðslur eða rekstrarhæfi húsrekstrarsjóðs frá því að stjórn Eirar samþykkti framkvæmdir við Fróðarengi 1-11 í byrjun árs 2007. Fyrr enn á stjórnarfundi þann 11 mars 2011. Ég hvet alla aðila sem standa að þessu umrædda máli. Reykjavíkurborg, Íbúðaránasjóð þar með Veðferðaráðuneyti sem fer með málefni sjóðsins, Slitastjórn Kaupþings, Samvinnulífeyrissjóðinn, Virðingu og aðra lífeyrissjóði að taka nú höndum saman og leysa þetta alvarlega mál. Eitt er víst að margir sem komu að þessu máli og eiga sök á hvernig staðan er ættu að vera lokaðir inni. Frekar enn fólkið sem ekki getur varið sínar hendur og stendur í þeim sporum að verða hugsanlega borið út í Eirarrúmum á nýju ári. Já það er ekki gleðileg tíðindi fyrir fólk sem á stutt eftir af lífsklukkunni að það skuli sitja á hakanum.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Beina kröfum að stjórnarmönnum í Eir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband