Er embætti Ríkissaksóknara trúverðugt.?

Hún er furðuleg niðurstaða vararíkissaksóknara Helga Magnúsi Gunnarssyni sem hann skrifar undir í bréfi til mín þann 19. desember 2013. þar sem embætti Ríkissaksóknara telur ekki fyrir sína virðingu að rannsaka málefnið hjúkrunarheimilisins Eirar til hlítar þrátt fyrir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi bent á að rannsaka þyrfti betur starfsemi Eirar og fara betur ofan í þau skjöl. Endurskoðenda fyrirtækið hafði ekki nema 50 tíma að fara ofan í málefnið samkvæmt skipunartíma. Á sama tíma er öryggisleysið íbúa óviðunandi, þar sem aldraðir einstaklingar eru óttaslegnir um sinn hag ef til kemur gjaldþrots þar sem miklir fjármunir eru í húfi fyrir þá einstaklinga sem eiga þar aleigu sína sem fyrrverandi klerkurinn á Eir sveik vegna þess að hann lofaði að þinglýsa og tryggja rétthöfum sinn rétt. Sem ætti að vera rannsóknarefni, enn vararíkissaksóknari telur svo ekki vera, jú siðblinda er hugsanlega skoðun hans. Enn það er í lagi að rétthafar taki á sig skellinn vegna þess að íbúðarrétturinn var í raun ekki tryggður, þrátt fyrir loforð um annað. Ekki þykir ástæða að rannsaka fundargerðir frá 2006 -2012 þar sem ekki hafi verið gert áhættumat fyrir húsrekstrarsjóðs, engar umræður voru bókaðar um greiðslur eða rekstrarhæfi húsrekstrarsjóðs frá því að stjórn Eirar samþykkti framkvæmdir við Fróðarengi 1-11 í byrjun árs 2007. Fyrr enn á stjórnarfundi þann 11 mars 2011, Sýslumaðurinn á Sauðakróki veitti sjálfseignarstofnun heimildir til veðsetningar á fasteignum, Ekki þykkir ástæða að rannsaka starfsemi fulltrúaráðs sem er skipa 34 aðilum, hvort ráðinu hafi í raun fengið allar raunverulegu upplýsingar um stöðu Eirar. Því sami aðili var formaður fulltrúaráðs, formaður byggingarnefndar, formaður stjórnar, og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur á þessum tíma. Ekki þykkir ástæða að draga þessa menn til ábyrðar að sögn vararíkissaksóknara sem telur ekki gefa tilefni til sakamálarannsóknar enda verður ekki séð að þar sé verið að lýsa refsiverði háttsemi þótt hún kunni að teljast vera aðfinnsluverð. Ég spyr mig getur það verið að Hanna Birna Kristjánsdóttir samherji hluta af þessu fólki hafi haft ítök í þessu málið og hafi tekið í taumana að þagga málið niður, allavega er mikið óþefur að Eirarmálinu sem þarf skilyrðislaust að rannsaka til hlítar. Það skal tekið fram að Hanna Birna Kristjánsdóttir er fullkunnugt um þetta Eirar mál og kemur henni ekkert á óvart vegna setu hennar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Að lokum stendur í þessu umrædda bréfi. Með vísan til framangreinds er yður hér með falin rannsókn málsins. Þetta eru orð Helga Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknara dagsett 19 desember 2013.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Vill rannsaka afmarkaða þætti í rekstri Eirar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband