Valdbeiting gegn Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur.

Það er ekki á hverju degi sem mér ofbíður klíkusamfélag sem er í stjórnmálaflokkum í dag og er enn þrátt fyrir að 4 flokkurinn hafi fengið gulaspjaldið, þrátt fyrir innkomu nýra flokka í kjölfars hrun hefur ekkert breyst. Nýjasta útspilið er hjá Framsóknarflokknum þar sem Brúnastaðaklíkan undir stjórn Guðna Ágústssonar liggur nú undir loðfeld og er að hugsa málið. Samt er þessi Brúnastaða bóndi búinn að tilkynna um blaðamanna fund á flugvellinum í Reykjavík á Sumardaginn fyrsta sína ákvörðun. Þessi sami bóndi sem nú ætlar að fótumtroða frambjóðendur sem búið var að skipa á listan og kjördæmisráðið hafði samþykkt. Guðni mun í hugsanlega biðja kjördæmisráðið á nýjan leik að endurraða á framsóknarlistann auðvita með klíkugengið sér við hlið. Þess skal getið að þessi sami Brúnarstaðarbóndi hefur orðið tvísaga í sínum málflutningi, það var hann sjálfur sem lagði til að Reykjavíkurflugvöllur færi á sínum tíma til Keflavíkur. Með þessu er strax komið veikleikamerki hjá Framsóknarflokknum með framboði Guðna Ágústssonar staðinn af lygi eins og aðrir frambjóðendur sem hafa vilja flugvöllinn í burtu. Alvarlegasti hlutinn í þessi framboðsmáli er framkoma Framsóknarflokksins við konu sem heitir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipaði 2 sætið á fyrrverandi lista flokksins. Nú virðist Kjördæmaráð ætla að tækla hana vegna skoðana sem hún hefur, Jú það er helvíti hart að geta ekki haft skoðanir nema að spyrja klíkuveldið um leyfi. Guðrún er fagkona með víðtæka reynslu sem margir frambjóðendur hafa ekki. Hún hefur vit á skipulagsmálum og ekki veitir af í Reykjavík þar sem Jón Gnarr, Dagur B Eggertsson, Sóley Tómasdóttir og margir sjálfstæðismenn sem nú eru í framboði samþykktu öll að Flugvöllurinn færi úr Reykjavík fyrir utan öll tilraunaverkefni sem þau hafa staðið fyrir. Hjólið er búið að finna upp fyrir löngu, enn samt á að breyta með því að hjóla, já það á að hjóla segja borgarfulltrúar. Enn það gleymist það er ekki langt síðan síðutogara veldið var í Reykjavík og hestvagna götur voru í Reykjavík og eru þar enn og enn á að þrengja að í miðborg Reykjavíkur með hjólastígum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir hefur staðið fyrir sínu með frambærilegum málflutningi og rökum, enda hefur hún sýnt það og sannað í viðtölum nýlega. Ágætta þjóð látum ekki öfgaskoðanir fótumtroða skoðanir okkur. Við þurfum á Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur á að halda að breyta Reykjavík í betri borg.

Jóhann Páll Símonarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband