Enn á lífeyrissjóðurinn Gildi ekki fyrir framtíðar skuldbindingum.

Það er ekki glæsilegt að hugsa sér að lífeyrissjóðurinn minn eigi ekki fyrir sínum skuldbindingum enn þrátt fyrir gríðarlegt tap frá árinu 2008. Enn heldur  tapið áfram, kostnaður eykst ár frá ári, stjórnarlaun hækka vegna mikla fundarsetu, laun framkvæmdarstjóra hækka enn og eru rúmar 22 miljónir á árs grundvelli. Rekstrar kostnaður fer hækkandi og enn er verið að afskrifa 6 árum eftir hrun. Enn er ógreidd skuld við Glitni vegna uppgjörs á afleiðusamningum sem nemur rúmum 11 hundruð miljónum króna. Endalega tapað fé og afskriftir á árinu 2013 nemur rúmlega 900 hundruð miljónum króna. Rekstrarkostnaði fer hækkandi ár frá ári nemur nú á árinu 2013 rúmlega 600 hundruð miljónum króna.Rétt fyrir hrun var fjárfest í Glitni fyrir nær 4,000 þúsund miljónir í skuldabréfa safni bankans sem fyrrverandi sjóðstjóri og núverandi framkvæmdarstjóri Árni Guðmundsson fjárfestu í með samþykki Vilhjálms Egilssonar og Sigurðar Bessasonar fyrrverandi  formanns stjórnar og varaformenn stjórnar Gildis rétt fyrir hrun.  Hinsvegar telur lífeyrissjóðurinn Gildi forsendu brest á þessum samningum og eru enn í málaferlum.  Mín skoðun er sú að viðkomandi fulltrúar hafi verið plataðir, ekki finnast bókanir um umrædd kaup í fundargerðum sjóðsins.  Ekki hefur umrædda framkvæmdarstjóra verið vikið frá störfum. Enn er hann starfandi með hækkandi laun ár frá ári, með samþykki stjórnar Gildis. Meirihlutavaldið er í höndum atvinnurekenda og verkalýðsfélagsins Eflingar, auk annarra verkalýðsfélaga sem ráða ríkjum í Gildi. Á sama tíma mega smáborgarar búa við sultarkjör það eitt er í lagi að halda karphúsþrælum í gíslingu hvað varðar launakjör. Enn atvinnurekendur og Efling stéttafélag komast upp með það að samþykkja hinsvegar rúmar 22 miljónir króna í árslaun handa þessum framkvæmdarstjóra það er lagi með leyfi samtaka verkalýðsfélaga innan vébanda ASÍ sem mun halda upp á dag Karphúsþræla þann 1 maí næst komandi sem leyfir stjórnvöldum að setja lög á sína umbjóðendur . Eins og áður sagði á lífeyrissjóðurinn Gildi ekki fyrir sínum skuldbindingum sem er rúmar 9000 þúsund miljónir króna eða -2,6% ef við tökum allar framtíðar skuldbindingar þá nemur sú skuld rúmum 20 þúsund miljónum króna eða 3,5%. Þrátt fyrir ábendingar og kærur til Ríkisaksóknara sínum tíma. Hefur mínum athugasemdum og formlegum kærum verið hafnað af Ríkisaksóknara sem hafði samþykkt rannsókn á sínum tíma, enn hún spurði Fjármálaeftirlitið hvort ekki væri í lagi með Gildi, svarið kom um leið að allt væri í lagi. Stað þess að hefja rannsókn á því gríðarlega tapi sem við sjóðfélagar höfum orðið fyrir sem nemur þúsundum miljónum króna frá 2008 -2013, og enn heldur tapið áfram.  Ég hvet alla sjóðsfélaga að mæta á ársfund sjóðsins miðvikudaginn 30 apríl kl 17 á Grand Hótel. Og taka til máls og spyrja um stöðu sjóðsins, eins og allir vita hafa sjóðsfélagar ekki atkvæðisrétt á þessum fundi vegna þess að Efling stéttafélag og atvinnurekendur fara með meirihluta valdið í Gildi. Enn komið samt á ársfund sjóðsins og látið í ykkur heyra, ekki veitir af í sjóði sem ekki getur enn staði við sínar framtíðarskuldbindingar. Hvert framhaldið er, það er í ykkar höndum.

Jóhann Páll Símonarson.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jóhann Páll - æfinlega !

Enn - berð þú vitni:: góðrar staðfestu sem einurðar í þessum stórkostlega ískyggilegu málum / Jóhann Páll.

Og spyrja mætti - hvað gengur Sigríði Friðjónsdóttur Ríkis saksóknara til / að leggja blessun sína yfir óskapnaðinn ?

Stend af einhug með þér - sem endranær:: mæti drengur.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 23:51

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Bestu þakkir fyrir þetta greinargóða innlegg, Jóhann Páll.  Vona að fólk fari að láta í sér heyra um þessi grafalvarlegu mál, sem allt of lengi hafa verið þögguð niður með því að telja fólki trú um að við búum við ,,besta lífeyriskerfi í heiminum" 

Þórir Kjartansson, 29.4.2014 kl. 08:52

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar Helgi Helgason. Það er rétt hjá þér að Sigríður Friðjónsdóttir ákvað að taka málið til skoðunar. Hins vegar tók hún að sér veiga og viðameira starf. Og aðrir tóku við. Yfir maður þessara mála á þeim tíma var Ögmundur Jónasson sem hugsanlega stoppaði þetta viðkvæma mál á þeim tíma. 30 september 2010 tók saksóknari efnahagsbrotadeildar ákvörðun að lífeyrissjóðurinn Gildi skyldi sæta rannsókn, enn málið bíður rannsóknar. Allt varð snarvitlaust. Það var hinsvegar Alda Hrönn Jóhannsdóttir sem spurði Fjármálaeftirlitið um stöðu Gildis og auðvita sögðu þeir já, stað þess að hefja rannsókn. Sama á við alþingismenn sem samþykktu rannsókn á lífeyrissjóðum. Óskar ég spyr hvar eru sjóðsfélagar í raun og veru.

Jóhann Páll Símonarson, 29.4.2014 kl. 11:52

4 identicon

Sælir á ný - Jóhann Páll og aðrir gestir þínir !

Þakka þér fyrir - þessar viðbótar upplýsingar Jóhann Páll.

Forherðing ísl. stjórnmálamanna - AÐ SKYLDA launafólk til þess að greiða reglulega í þessar Lífeyrissjóða sukk hítir / er einnig með öllu óforsvaranleg.

Þurfum við - að leita liðsinnis Asíu eða Afríkuríkja t.d. / til þess að lagfæra þessa hluti hérlendis sem aðra:: jafnvel ?

Það er víst óprenthæft Jóhann minn - sem ég hefði viljað bæta við / um sinn.

Með sömu kveðjum - sem öðrum áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 12:03

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jóhann Páll. Takk fyrir þína baráttu og greianrgóða lýsingu hér að ofan. Undanfarin ár hef ég verið svolítið hæggengur, Parkinson verið að stríða mér, en er nú allur að hressast. Ég hef svolítið verið að skoða Gildi aftur í tímann og sé ýmislegt einkennilegt í ársreikningum. Eftir lestur á því sem þú setur hér fram tók ég ákvörðun um að mæta á fundinn á morgun. Ég tel víst að ég muni segja eitthvað og spyrja einhverra spurninga. Hvort svör koma við slíkum spurningum finnst mér frekar ótrúlegt, miðað við reynslu mina af svona lokuðum kerfum eins og lífeyrissjóðirnir eru.

Guðbjörn Jónsson, 29.4.2014 kl. 12:16

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Þórir Kjartansson og Óskar Helgi Helgason þakka ykkur báðum fyrir hlý orð. Það er ótrúlegt til þess að vita að fólk sem á sinn rétt í lífeyrissjóðum skuli ekki mæta á boðaða ársfunda sinna sjóða, stað þess eru sjóðsfélagar að ræða sín á milli slæma stöðu sinna sjóða. Enn gera ekkert síðan í sínum málum. Gegnsæið er ekkert, enn sjóðurinn getur sjálfur ákveðið sjálfur hvernig kýs að tryggja þennan upplýsingarrétt gagnvart sjóðsfélögunum og Fjármálaeftirlitið fylgist með að stjórinn fari að lögum og leggur blessun yfir pukur og ógegnsæið gagnvart sjóðsfélögum. Hinn almenni sjóðsfélagi fær aldrei að vita um stöðu mála meðan lög og reglur eru með þeim hætti eins og þau eru í dag. Og ekkert bendir til þess að þeim verði breytt. 

Jóhann Páll Símonarson, 29.4.2014 kl. 12:29

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Óskar Helgi Helgason á meðan forysta launþega hreyfingar þar á meðal ASÍ og Efling stéttafélag ásamt fleiri stéttafélögum samþykkja ofurlaun handa stjórnendum sínum með samþykki atvinnurekenda. Á sama tíma er samið um smánarlaun handa verkafólki og fólkið sjálft gerir ekkert skeður ekki neitt. Tek undir með þér ofurvaldið ræður með stuðningi þeirra sem ráða för, ekki hef ég séð breytingu á því. Ég hef lengi sagt að þetta kerfi sem nú er við líði hefur runnið sitt skeið á enda. Ég legg það til að lífeyrisgjöld og inngreiðslur verði lagðar á sparisjóðsbók sem geymd verður í Seðlabanka Íslands og yfirráðaréttur verði í höndum sjóðsfélags sem mun geta ráðstafað því fé til efri ára þegar starfsævi líkur sér til framfærslu. Mín skoðun er sú að staða Gildis verður að rannsaka. Það er ekki hægt að búa við það endalaust að hallinn sé svo mikill að það taka tugi ára að koma honum á O. 

Jóhann Páll Símonarson, 29.4.2014 kl. 12:57

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Guðbjörn Jónsson takk fyrir hlýjar kveðjur. Jú Guðbjörn þetta kerfi er með þeim hætti að það er farið að ógna lýðræðinu í landinu, með inngripi í fyrirtækjum á Íslandi með ýmsum hætti, ekki hefur matarverð lækkað, ekki hafa tryggingar lækkað, ekki hefur bensín verð lækkað sem dæmi. Það er gott að að maður eins og þú sjáir hvað er að gerast í Gildi. Við erum nefnilega fáir sem gera athugasemdir. Mér við hlið hefur staðið Örn Pálsson fyrir hönd sinna manna félag Smábáta eigenda og hefur gert það með sóma og eldri sjómaður sem heitir Árni Konráðsson frá móum sem berst fyrir sinni stöðu eins og þú. Komu fagnadi í þessa umræðu og gangi þér vel í þinni baráttu við veikindi þín.

Jóhann Páll Símonarson, 29.4.2014 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband