2.5.2014 | 17:14
Gróf atlaga að sjóðsfélögum í Gildi lífeyrissjóð.
Okkar fulltrúi sjóðsfélaga í Gildi Örn Pálsson framkvæmdarstjóri smábátaeigenda og nýkjörinn formaður smábátaeigenda Halldór Ármannsson vörðu rétt sinna manna á ársfundi sjóðsins þann 30 apríl sl. Þétt setið var á þessum fundi, þar sem skipst var á skoðunum og mikill þungi var í fundarmönnum, upp komu orð eins og bófaflokkur hjá klíku verkalýðsforystunnar, gæta hagsmuna atvinnurekenda, atvinnurekendur hafi ekki lögvarinn rétt til setu í sjóðnum, og jafnframt var óskað eftir opnum fundi um stöðu lífeyrissjóðsins Gildi frá árinu 2000. Það er ekki í fyrsta skipti að Örn Pálsson kemur með tillögur um breytingar eða gerir athugasemdir við ársreikninga Gildis lífeyrissjóðs og enn á ný með aðra tillögu að Gildi lífeyrissjóður myndi beita sér fyrir lækkun launa hjá forstjóra Haga því sjóðurinn á 20% eignarhlut í einum af stærstu matvöru keðju á Íslandi því honum ofbauð sú launastefna sem er viðhöfð hjá Högum. Gott og vel hans tillaga kom fram með löglegum hætti, enn kom ekki fram í fundargögnum eins og lög gera ráð fyrir. Hvers vegna veit ég ekki, enn hugsanlega átti að reyna að svæfa þess réttframbornu tillögu Arnars. Upp hófst reiði sjóðsfélaga hvers vegna stæði á þessu, fundarstjóri bað afsökunar að hann hafi ekki kannað fundargögn, og ítrekað það aftur og aftur og um leið var gert fundarhlé á meðan ljósritun fór fram og tillögu var dreift til fundarmanna. Fundur hófst á ný þar sem fundarstjóri las tillöguna upp aftur að beðni fundamanna, síðan kom upp undarlegt atvik, að fundarstjóri beiti sínu þrýstingi að tillagan færi til stjórnar, því hún væri ekki lögleg gagnvart siðarvenjum Gildis lífeyrissjóðs. Upp úr því fór að gæta á óróleika á meðal sjóðsfélaga og frammíköll og spurt hvor þetta væri ekki okkar sjóður, ítrekaðar athugasemdir, við fundarstjórn sem tók langan tíma. Þeir sem komu upp í andsvörum voru sjóðsfélagar sjálfir sem voru margir mjög ósáttir hvernig fulltrúar atvinnurekenda, framkvæmdarstjóri, formaður stjórnar sem kallaði á Þórarinn V Þórarinsson til ráðleggingar, og Sigurður Bessason formaður Eflingar sem semur um kaup og kjör og launahækkun fyrir skúringarkonuna uppá 2,8% . Sami Sigurður Bessason hafði ekki manndóm sinn að koma upp í ræðustól og segja sitt álit um tillögu Arnars Pálssonar. Hinsvegar tók hann undir með hluta að sínu fólki að beita valdníðslu aðferð gegn tillögu þessari. Að það skuli vera formaður í stéttafélagi sem féll á prófinu í Gildi lífeyrissjóði með þúsundum miljóna króna tapi sjóðsfélaga skuli enn fá að koma fram með þessum hætti gagnvart sínum félögum. Eins vill ég minna sjóðsfélaga á það er ekki langt síðan að fyrrverandi formaður sjóðsins og fulltrú Eflingar stóð með fréttamanni RUV fyrir utan girðingar Eimskips og talaði niður bréf Eimskips , um tugi miljóna. Eins vil ég minna lífeyrisþega og sjóðsfélaga á nýlega seldi Framtaksjóður í eigu lífeyrissjóða hlut sinn í flugfélagi fyrir tugi miljóna, já fyrir tugi miljóna. Hverjir voru síðan kaupendur? Auðvita þeir sömu og eiga hlut sinn í flugfélaginu lífeyrissjóðir landsmanna sem gera þann ljóta leik að halda hlutabréfa verði uppi, til þess eins að þeir sem eiga mest græði sem mest þegar selt er. Þessi ljóti leikur var stundaður fyrir hrun þar sem öll hlutabréf Gildis töpuðust í þessu flugfélagi. Og eiga nú aftur 18% í Icelander , ég hélt að þetta rugl væri búið og menn hefðu lært af sínum misstökum. Já öllum munar um 16 hundruð miljónir króna þegar skip var á þessum bréfum í Glitni. Hlutabréfin í Glitni urðu skömmu síðar að engu þegar bankinn féll
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.