Enn er verið að rannsaka málefni Eirar.

Það var árið 2012 að 3 stjórnarmenn áttu fund  með fulltrúa hjá Sérstökum   saksóknara. Afhentu gögn varðandi stjórnarhætti hjúkrunarheimilisins Eirar. Þeir vildu láta rannsaka leiguíbúða fyrirkomulag á Eir, ákveðnir stjórnarmenn og þáverandi framkvæmdarstjóri héldu áfram að selja íbúðir frá eigendum sem voru skráðir eigendur og borguðu ekki einu sinni leigu á þeim íbúðum sem þeir áttu ekki, þessir sömu stjórnarmenn og stjórnendur vissu um slæma fjárhagsstöðu Eirar því fyrirtækið var á leið í greiðsluþrot sem síðan kom í ljós að allt þetta var rétt. Eins vildu sömu aðilar að rannsakað yrði málefni húsrekstrarsjóaðs Eirar, sá hluti snýr að þætti  öryggisíbúðanna sem skulduðu hjúkrunarheimilinu fé  sem var fjármagnað var af opinberu fé . Magnús L. Sveinsson stjórnarformaður Eirar sagði á þeim tíma opinberlega að þessi framkoma þremenninganna væri brot á lögfestri skipulagsskrá ( grein 4.) um eitt meginhlutverk fulltrúaráðs sé að fylgjast með rekstri og vera tengiliður á milli stjórnar og þeirra aðila er standa að stofnuninni““  Hvað eiga menn að gera þegar svo háttar að ekki er hlustað á stjórnarmenn sem eru ekki samstíga í skoðunum um ákvörðunartöku. Þá er átt við klíkur manna sem vilja ekki upplýsa um hina raunverulegu stöðu, eða hafa í raun ekkert vit á því sem þeir eru að framkvæma., og hafa svikið loforð fólk að veðsetja eignar hlut þeirra sem seldu sínar eignir til að tryggja sig búsetu skilyrði með útgreiðslu frá 20 -40 miljónum króna. Öllum í stjórn Eirar átti að vera ljóst árið 2012 að fjárhagsstaða Eirar var orðin mjög alvarleg og kom það fram í fundargerðum. Það er vítavert af stjórn á þeim tíma að hafa ekki gert áhættumat fyrir húsrekstarsjóðs., sem bendir til þess að stjórnendur Eirar hafa verið blautir á bak við eyrun. Þeir höfðu ekki einu sinni lagt áherslu á sjóðflæðagreiningu á rekstrinum. Það var svo hinsvegar 5 desember 2013 lagði ég Jóhann Páll Símonarson fram formlega kæru til Ríkislögreglustjóra, Ríkissaksóknara og Sérstakan saksóknara. 6 desember er mitt erindi framsent frá Sérstökum saksóknara aftur til Ríkissaksóknara.  Það er hinsvegar þann 19 desember 2013 sem bréf kemur frá Ríkisaksóknara.
Þar stendur.
Ríkissaksóknari hefur borist meðfylgjandi bréf Jóhanns Páls Símonarsonar dag. 5 desember sl. Ásamt skýrslu Deloitte um hjúkrunarheimilið Eir frá 3. Júlí 2013. Í bréfinu er farið fram á sakamálarannsókn á málefnum Eirar.Ríkissaksóknari hefur farið yfir efnisatriði bréfsins og telur tilefni sé að rannsaka ávirðingar sem fram koma í kafla 2 í skýrslu Deloitte þar sem rökstuttur grunur er um að greiðslur úr þróunarsjóði Eirar á árunum 2009 – 2011 geti farið í bága við XXVI. Kafla almennar hegningarlaga nr 19/1940, einkum 247., 248., og 249. gr Er um að ræða greiðslur ferðakostnaðar sem raktar eru í yfirlitinu á bls 12 í skýrslunni sem skýrsluhöfundar telja ekki tengdan rekstri hjúkrunarheimilisins. Ein af þeim skýrslum munu hafa verið skýrð með þeim hætti að um hafi verið að ræða greiðslur fyrir lögfræðiaðstoð. Leiði rannsókn í ljós að svo sé verður að ætla að tilefni sé til að gera Skattrannsóknarstjóra ríkisins aðvart um þann greiðslumáta svo sannreyna megi að greiðslan hafi verið talin fram meðal tekna hjá viðkomandi. Aðrar athugasemdir sem fram koma í gögnum þykja ekki gefa tilefni til sakamálarannsóknar enda verður ekki séð að þar sé verið að lýsa refsiverði háttsemi þótt hún kunni að teljast aðfinnsluverð.Með vísan til framangreinds er yður falin rannsókn málsins.
Ég legg fram formlega kæru, og aðrar athugasemdir sem framkoma í gögnum þykkja ekki gefa tilefni til rannsóknar.Jóhanni Páli Símonarsyni er falin rannsókn málsins, sem er vítavert svar að hálfu vararíkissaksóknara og ekki í mínu hlutverki að rannsaka mál. Það þykkir ekki tilefni að rannsaka veðsetningu fulltrúa Eirar sem fór á bakvið lög og reglur varðandi veðsetningu á eignum fólksins á Eir í gegnum sýslumanninn á Sauðarkrók það eitt er ekki rannsóknarefni, eða varðar við lög. Deloitte vildi rannsaka betur bókhald Eirar enn var neitað. Nú viðist sem Ríkisendurskoðun sé búinn að samþykkja nýlega veðsetninguna í gegnum sýslumanninn á Sauðarkrók og leggja blessun sína yfir pukur á bak við tjöldin. Og enn er haldið áfram að beita fólki þvingunaraðgerðum að skrifa undir nýtt skjal um búseturétt og ekkert veð sem liggur að baki til tryggingar bréfsins í eignum Eirar.Ekkert sveitarfélag hefur tekið þátt í því að leysa vanda Hjúkrunarheimilisins Eirar. Og framundan er framboð fólks til borgarstjórnari í stjórnum sveitafélaga. Ég vil minna á þann vanda sem öll hjúkrunarheimili búa við og sérstaklega þeir sem hafa greitt sitt fé til að tryggja sinn búsetu rétt. Það er mál sem ekki er hægt að hunsa. Og enn er mál þremenninganna  á borði Sérstaks saksóknara tveimum árum eftir að hún kom fram. Og enn stendur á að skrifa undir ný skuldabréf, því lögmenn segja að gömlu skuldabréfin séu enn í gildi. Enn samt halda stjórnendur áfram að þvinga fólkið að skrifa undir að nýju.? Við borgarbúar verðum að láta málefni Eirar skipta okkur máli í næstu borgarstjórnar kosningum.

Jóhann Páll Símonarson.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband