Gríðarleg sterk staða Eimskips.

Fjárfestar virðast ekki taka vel í uppgjör Eimskips.Gengi hlutabréfa Eimskips hefur fallið um 3,31% í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna stendur nú í 234 krónum á hlut og hefur það ekki verið lægra síðan seint í mars. Velta með hlutabréf félagsins nema 67 milljónum króna.Fram kom í uppgjöri Eimskips að tap félagsins nam 800 þúsund evrum á fyrsta ársfjórðungi eða sem nemur 123 milljónum króna. Nokkuð dró úr tekjum félagsins á milli ára.Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir slæmt veður og lélega loðnuvertíð hafa sett strik í reikninginn hjá skipaflutningafélaginu. Engu að síður séu jákvæð merki á lofti.þetta var fyrsta fyrirsögn Viðskiptablaðsins í morgun. Það er ótrúlegt til þess að vita, að þeir sem kalla sig fjárfesta í þeim skilningi skuli ekki taka skuldir og eigið fé til greina. Í Reikningum félagsins kemur fram að eiginfjárhlutfall sé 64,2% sem er gríðarlega mikið, sem sýnir að stjórnendur hafa haft gríðarlegt aðhald í rekstri.  Sem lítið dæmi handbært fé frá rekstri nam 5,7 miljónum evra og handbært fé var 27,5 miljónir evra í lok mars. Framundan er gríðarlegur vöxtur þar sem Eimskip hefur áhuga að kaupa þjónustufyrirtæki á sviði flutningaþjónustu, frystigeymslum, opnun á 2-3 skrifstofum, kaup á 2 nýjum skipum og annað skipið verður afhent fljótlega og mun verða væntanlegt til Reykjavíkur um miðjan ágúst þar sem skipið verður til sýnis viðskiptamönnum og almenningi. Nýja skipið mun flytja vörur frá Kína vegna fríverslunarsamnings á milli Íslands og Kína sem var undirritaður nýlega ásamt nýlegum gámaeiningum sem er liður í að bæta gámaflota Eimskipfélagsins. Afkoman var í takt við væntingar og var ekkert að koma fjárfestum á óvart, því rekstur og annað er stöðugur. Þess vegna skil ég ekki og mun ekki geta skilið þegar ungir fulltrúar fjárfesta eru að spyrja spurninga eins á þessum fundi. Ekki neinn spurði hvort þessi gríðarlega góða eignarstaða myndi halda áfram, eða þakkaði forstjóra og fjármálastjóra fyrir aðhald í útgjöldum sem dæmi. Enn eitt kom fram við fjárfesti eftir fundinn að fjármálastaðan væri of sterk fyrir Eimskip, já þetta eru skrítin rök fyrir mig. Fullt var út úr dyrum og mikill áhugi fjárfesta hugsanlega að fjárfesta í Eimskip. Þótt sumum hafi fundist afkoman ekki góð vegna aukinna útgjalda Eimskip vegna veðurs og sjólags skipa félagsins. Sem hefur þau áhrif að olíukostnaður verður meiri, öll þjónustugjöld hækka vegna seinkunnar og þar með þarf að kalla verkamenn og tæki út á nóttu, flutningafyrirtæki bíða til að koma vörum Eimskip á réttum tíma til viðtakenda sem lítið dæmi.  Traust staða Eimskips hefur gert það að verkum að aðgangur að fjármagni á góðum kjörum hefur aukist gífurlega. Þess skal getið að gámafélög hafa farið halloka frá hruni og mörg skipafélög í eigu þýska banka, þess vegna hefur leiguverð á skipum lækkað og spurning hvort betra sé að eiga skip eða leigja þau. Þetta eru spurningar sem eigendur eru að velta fyrir sér, á sama tíma hækkar verð á nýsmíðuðum skipum og leiguverð er á uppleið. Það er vandlifað í rekstri fyrirtækja á Íslandi þar sem ekki er spurt um eiginfjárstöðu fyrirtækja sem fjárfest er í, heldur hvað ég mun græða þótt eiginfjárstaða sé ekki viðunandi. Það eitt hefur Eimskip ekki heldur er eiginfjárstaða 64,2%. Fjárfestum í bréfum Eimskips. Jóhann Páll Símonarson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hm - Deja vu?

Jónatan Karlsson, 24.5.2014 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband