Ágættu íbúar í Reykjavík.

Það er ekki oft sem mér ofbíður ummæli manna og ekki síst ofstækismanna sem nú reyna með öllum tiltækum ráðum að koma höggi á hörku frambjóðenda Framsóknarflokksins oddvita flokksins Sveinbjörgu Birnu sem lætur hvorki karla né konur segja sig fyrir verkum í skoðunum enn hún tekur það fram að fólk fái ráðið um stöðu mála í Reykjavík. Hún hefur verið fylginn sér og haft skoðun hvað megi fara betur í málefnum Reykjavíkur. Enda hafa kjósendur tekið undir með henni í málefnum líðandi stundar. Fyrir það fyrsta kann ég ekki við skammarlegan áróður sem sumir fulltrúar öfga hafa haft uppi með skrifum sínum. Inn á ýmsar síður sem umræddir aðilar hafa og eru til staðar með ýmsum hætti, til þess eins að halda áfram þeim ljóta leik að koma honum á framfæri, enn gleyma því um leið að orðinn sem skrifuð eru og sögð verða eftir og hægt verður að fylgjast með þeim og taka þau ummæli upp til staðfestingar. Áróðurinn er gerður til þess eins að koma í veg fyrir að hún fái fylgi. Ég ætla ekki að nefna þá sem hafa stundað slíkan fantaskap með niðurrifstarfsemi um konu sem hefur ekki gert neinum, hún á börn sem þurfa að þola slíkar árásir á móður sína. Hún á fjölskyldu sem hefur ekkert gert. Það sama gildir um forelda hennar sem hafa þurft að hlýða á kerfisbundið fúkyrði um sína elskulegu dóttur sína. Kjósendur lítum okkur nær áður enn við greiðum atkvæði og hugsum hvað við gerum í kjörklefanum, eitt atkvæði er dýrt og getur skipt máli. Þess vegna segi ég kjósum Sveinbjörgu Birnu og flokkinn um leið. Sveinbjörg er mjög öflug og framsækinn kona sem hefur skoðun, það eitt hefur ekki verið til í Reykjavík á síðasta kjörtímabili. Hún mun beita sér í málefnum Eira og verja hag þeirra sem hafa skila sínu starfi með sóma, það eitt getið þið treyst.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sveinbjörg Birna á ekki að vera umræðuefnið, heldur málefnið sem hún opnaði á umræður um. Ég þekki þessa konu ekkert persónulega, en velti fyrir mér hvað henni finnst um Breta-sæstrenginn raforkuhækkandi. En það er alveg óviðkomandi múslima-Mosku í Reykjavík, hefði ég haldið?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2014 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband