29.6.2014 | 13:44
Enn eru málefni Eirar í rannsókn.
Á meðan heldur þessi umræða áfram og uppi eru málaferli á hendur þeim sem bera ábyrgð á sínum gjörðum. Í nær 2 ár hefur Sérstakur saksóknari haft málefni Eirar til rannsóknar og lítið hefur verið að frétta af stöðu málsins síðan. Þrátt fyrir að 3 stjórnarmenn Eirar hafið farið á fund hjá Sérstökum saksóknara fyrir rúmum 18 mánuðum síðan. Það var hinn 5. Desember 2013 sem Jóhann Páll Símonarson bað um rannsókn á málefnum Hjúkrunarheimilisins Eirar sem Sérstakur saksóknari er með til meðferðar. Sem bendir til þess að margt hafi ekki verið samkvæmt lögum og reglum við stjórnun á fjármálum og öðru sem áttu sér stað á þessum árum. Eftir stendur gamalt fólk uppi með hugsanlega glatað fé sem það lagði til tryggingar á íbúðarétti sínum. Nú hafa nýir stjórnendur sagt upp samningum um búseturétt þeirra sem höfðu keypt sér kaupleigurétt í formi eignarhluta á Eir sem núverandi stjórnendur hafa nú ákveðið að leggja af og taka upp leiguákvæði í stað búsetu fyrirkomulag sem var sagt upp þann 20 september 2012. Allt fyrirkomulag er skipulagt og samþykkt af nýrri stjórn. Ekki vissu búseturétthafar af þessum gjörningi eða voru spurðir um álit á þessum nýjum breytingu, stað þess er haldið áfram að valta yfir íbúðarrétthafa. Keypt er dýr ráðgjafa þjónusta af endurskoðunarfyrirtækinu KPMG sem Eir borgar. Ekki hafa fengist uppgefnar tölu hvað þjónustan mun kosta Eir eða hvað lengi þeir munu starfa. Eða hvað mikið Eir hefur nú þegar lagt út, það liggur ekki fyrir, ef spurt er þá er svarið,, það mun koma fram í ársreikningum var svarið´´ Nú eru í gangi þvingunar aðfarir stjórnar á hendur íbúðarrétthöfum með skuldabréfaútgáfu, Íslandsbanki mun sjá um útgáfuna. Þessi skuldabréf eiga að koma sem greiðsla í stað peninga.Útgáfa á þessum skuldabréfum fylgir stór galli þar sem íbúðaréttur eigenda sem vilja selja eða eru erfingjar sem eiga hlutdeild fá nú ekki staðgreitt út í hönd eins og gengur í venjulegum viðskiptum, heldur fá þeir nú skuldabréf sem eru í raun verðlaus og spurning er óljós um raungildis bréfsins, því reiknistuðull liggur ekki fyrir enn og hvað þá skuldabréfaútgáfan sem á að vera klár þann 1 Júlí 2014. Frá mínu sjónarmiði er hér um að ræða eignarupptöku að hálfu þeirra sem ráða för. Það var fróðleg umræða um Eirar mál á Útvarpi Sögu síðdegis í gær þar sem formaður Landsambands eldri borgara var spurð út í málefni Eirar.,, Hvort Landsambandið eldri borgara myndi beita sér í málefnum Eirar . Svar hennar var eins og vænta má Nei við höfum ekki beitt okkur í þessu máli. Sem verður að teljast mjög léleg framkoma við fólkið á Eir. Það sem ég veit best mun Útvarp Saga halda áfram að taka málið föstum tökum og verja um leið hagsmuni fólk sem ekki getur varið sínar hendur. Það verður að segjast ekki batnar það.
Jóhann Páll Símonarson.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.