Biður um hjálp fjölmiðla.

Eirar málið enn í rannsókn.

Lítið hefur verið að frétta af málinu frá Sérstökum saksóknara nema að Sigurður Hólm íbúi á Eir er enn að berjast við ofur öfl sem reyna hvað þeir geta að koma í veg fyrir að málið haldi áfram.

Skrifað hefur verið bréf til þeirra sem báru ábyrgð sem dæmi.

1.Reykjavíkurborg

2.Eflinu stéttafélags

3.Sjómannadagsráðs

4.Mosfellsbæ.

5.Verslunarmannafélags Reykjavíkur

6.Seltjarnanesbæ.

Bréfum frá þessum aðilum var svarað eftir ítrekun, hinsvegar tók nokkra mánuði að fá svör við þeim. Svör sem bárust eru í raun öll á svipuðum nótum. Eir er sjálfseignarstofnun með sérstakri stjórn og ber stjórnin sem slík ábyrgð á athöfnun stofnunarinnar ásamt framkvæmdarstjóra hennar jafnvel þó svo félagsamtök og sveitarfélög sem eru aðilar að sjálfseignarstofnuninni hafi rétt til að tilnefna fulltrúa til stjórnar.

Efling stéttafélag fékk sitt erindi þann 1 júlí 2014, barst svar frá þeim ekki fyrr enn 21 október 2014. Svarbréf þeirra var einfalt vísað til erindis til Reykjavíkurborgar.

Sjómannadagsráð. Að undanskildu stofnfé samkvæmt lögum þessum bera stofnendur enga fjárhagslegar skuldbindingar vegna sjálfseignarstofnunarinnar. Vitnað er í grein 1 skipulagskrá fyrir sjálfseignarstofnunina Eir,nr 541 frá 13 desember 1990.

Já það er gott að hafa fulltúa í stjórn, enn bera enga fjárhagslegar skuldbindingar.

Reykjavíkurborg vísar í sömu grein sem staðfest var á stofnfundi 31 ágúst 1990 og af ráðherra 13 desember sama ár.Enn bréfið var ítarlega enn hér stendur.Enn taka fram að þeir beri engar fjárhagslegar skuldbindingar.

Þótt þeir séu með flesta fulltrúa, þótt þeir hafi haft fulltrúa báðum megin við borðið.

Seltjarnanesbær svar þeirra var stutt. Benti þér að ræða við stjórn hjúkrunarheimilisins. Hugsið ykkur bæjarstjórn sjálfstæðismanna tóku ekki einu sinni afstöðu.

Svar Verslunarmannafélags Reykjavíkur var þetta. Samkvæmt upplýsingum VR höfðu mál Eirar verið kærð til Sérstaks saksóknara þegar núverandi stjórn tók við í árslok 2012. Síðan hefur talsverðu magni skjala verið vísað þangað til viðbótar. Hvorki VR né stjórn Eirar geta haft frekari afskipti af málum sem kærð hafa verið til Sérstaks saksóknara, nema þá að veita þeim upplýsingar sem óskað er eftir sem hefur verið gert samkvæmt þeim upplýsingum sem VR hefur frá stjórn EIR. Svör þeirra í stuttu máli. Bréf þeirra var miklu meira, og er í raun besta svarið, enn bera samt og vilja ekki taka þátt í því tjóni sem fulltrúar þeirra hafa valdið.

Eirar málið er eitt af þeim illmannlegu vinnubrögðum sem hafa þekkst hér á landi um langan tíma. Sigurður Hólm og hans kona sem lést fyrir stuttu seldu sína eign til þess eins að tryggja sér íbúðarrétt á Eir, sem framkvæmdarstjóri klerkur að mennt sem var fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eirar Sigurður Helgi Guðmundsson sem lofaði að þinglýsa fé þeirra íbúa sem lögðu út sinn ævisparnað inn á búsetu rétt. Sem klerkur sveik hann síðan það loforð sem hann gaf íbúum, ef sömu aðilar höfðu uppi spurningar um stöðu mála, þá var svarið, komið ykkur út, því margir eru hér á biðlista. Aðrir höfðu lagt út fé frá 25 miljónum til ca 40 miljónir króna. Annar aðili sem ég veit um lagði 30 miljónir króna út og var síðan rukkaður um leigu yfir 200 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann lést þá fengu ættingja hans handónýtt skuldarbréf ekki einu sinni með veði. Heldur fá þau aðeins vexti af þessu bréfi mánaðarlega. Enn er þjarmað að Sigurði Hólm að skrifa undir nýtt handónýtt skuldabréf. Hann segir nei enn, því lögmaður hans segir fyrri ákvæði gilda enn. Enn það verður að teljast óeðlilegt í nútíma samfélagi að stjórnendur Eirar komist upp með það að bregða fæti fyrir fólk sem ekki getur varið sínar hendur. Þrátt fyrir það gengur Sigurður Hólm enn á milli fréttafólks og miðla, til þess að fá hjálp í sínum íbúðarmálum. Útvarp Saga hefur veit honum stuðning þegar hann hefur hringt inn í síma tíma. Stjórnendur hafa verið honum hliðhollir. Nú hvet ég fréttamiðla að taka upp aftur málefni Eirar á ný og stöðu þess í dag og framtíðarhorfur.Nóg er komið af sukki og svínaríi gagnvart fólki sem ekki getur varið sínar hendur. Nú stendur Sigurður Hólm sjómaður uppi eignarlaus, því stjórendur og stjórn Eirar hafa tekið íbúð hans eignarnámi.Nú skal Sigurður stað þess borga leigu, sem hann neitar, því hann segir gamla samninginn vera enn í gildi.Lögmaður hans leggur þetta til. Á annað ár hefur þetta mál verið til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Er fólki kannski sama hvernig farið er með eldra fólk. Nú hvet ég ykkur að standa þétt við bakið á sjómanni sem hefur skilað ævistarfi sínu með sóma.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Finnst fólki þetta í lagi.Þannig var það talið vægast sagt óheppilegt að sami maður væri formaður fulltrúarráðs heimilisins og formaður stjórnar einnig. Þá var auki ekki talið eðlilegt að forstjóri sinnti starfi framkvæmdastjóra á sama tíma líkt og viðgekkst áður en félagið fór í greiðslustöðvun vegna gríðarlega hárra skulda.


Skýrsla Deloitte um Eir er svört. Þar kom meðal annars fram að forstjóri og fjármálastjóri félagsins hefðu eytt peningum úr svokölluðum þróunarsjóði, sem er í daglegu tali nefndur bleyjusjóður, í utanlandsferðir og uppihald.

Í skýrslunni kemur fram að í tíð fyrrverandi forstjóra heimilisins, Sigurðar Helga Guðmundssonar, hafi hann, auk fjármálastjórans og framkvæmdastjóra, eytt 2,7 milljónum króna í utanlandsferðir. Þá keypti Sigurður Helgi gjafabréf til útlanda og gaf tengdasyni sínum sem vann störf fyrir félagið á sínum tíma.

Í skýrslu Deloitte er fjallað sérstaklega um auðgunarbrot og umboðssvik án þess að því sé haldið fram að athafnir fyrri stjórnenda falli undir þær skilgreiningar.

Jóhann Páll Símonarson, 12.1.2015 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband