Hvað er að frétta af leka frá Samkeppniseftirlitinu.

23 október 2014 kærði Eimskip leka frá Samkeppniseftirlitinu til lögreglu. málið er enn í rannsókn og ekkert hefur heyrst af þessu máli.

Ólafur Hauksson lét hafa eftir sér þessi ummæli. Rannsókn í þessu tiltekna máli er ekki hafin hjá okkur. Almennt get ég sagt, að þegar okkur berast kærur, þá setjum við þær í svokallaða greiningu, sem snýr þá að því hvort rétt sé að hefja rannsókn, eða ekki vegna þess að það eitt og sér getur verið íþyngjandi fyrir þá sem kæran beinist að. Þegar greiningin liggur fyrir, þá er annaðhvort metið hvort málið sé brýnt og þurfi strax að hefja rannsókn, eða hvort málið þoli bið, eða verði jafnvel vísað frá. Það er í raun ekki fyrr en búið er að úthluta máli inn í rannsóknarhóp, sem eiginleg rannsókn hefst, ef hún á annað borð hefst. Í tilfelli kærunnar frá Samkeppniseftirlitinu hefur málinu ekki verið úthlutað í rannsóknarhóp.

Ummæli Ríkissaksóknara.

:Vís­bend­ing­ar um brot Sig­ríður Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari seg­ir að það séu vissu­lega vís­bend­ing­ar um að refsi­vert brot hafi verið framið þegar kæru Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til sér­staks sak­sókn­ara á hend­ur ell­efu­menn­ing­un­um hjá Eim­skip og Sam­skip­um var lekið til Kast­ljóss Rík­is­út­varps­ins.

Blaðamaður mbl sendi rík­is­sak­sókn­ara svohljóðandi fyr­ir­spurn í gær:

Met­ur embætti rík­is­sak­sókn­ara það svo að refsi­vert brot hafi verið framið þegar trúnaðargögn­um, kæru á hend­ur ell­efu­menn­ing­un­um, var lekið til Kast­ljóss?

Svar rík­is­sak­sókn­ara í tölvu­bréfi var svohljóðandi:Það eru vissu­lega vís­bend­ing­ar um það. Rík­is­sak­sókn­ari get­ur hins veg­ar ekki metið það á þessu stigi hvort refsi­vert brot hafi verið framið.

Eitt skal haft í huga, það var ráðist inn í fyrirtækið með pappa kassa og gögnum hent í þá. Fólki var stillt upp við vegg og var spurt út eins og um stór glæp væri um að ræða, slíkar voru aðfarir starfsmanna Samkeppnisstofnunar sem sýndu vald sitt. Fjöldi starfsmanna var í algjöru sjokki bæði andlega og líkamlega. Hér var um að ræða alvarlega aðför að heilsu fólks. Þessar aðfarir hafa skaðað Eimskip og hluthafa, sem verður ekki bætt með fé. Nú er þess óskað að Samkeppniseftirlitið upplýsi hver lak gögnum stofnunarinnar í Kastljós.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband