Ólöf Nordal svarar ekki enn opnu bréfi.

Dramb er falli næst Ólöf Nordal, ekki verður til vægara orða sagt um hugsanlega varaformann Sjálfstæðisflokksins, sem klíka sjálfstæðismanna ætlar að styðja á næsta landsfundi flokksins. 2 sinnum hef ég skrifað opið erindi til hennar í MBL um rannsókn á Hjúkrunarheimilinu Eir,sem ég kærði fyrir nær 2 árum síðan og hvað líði þeim rannsóknum. Ólöfu Nordal hefur ekki einu sinni dottið í hug að svara mér opinberlega, slíkur er þumbaraháttur hennar.Enn niðurstaða rannsóknar á Eir mun hugsanlega ráðast hvað mun koma út úr þessari rannsókn,ekki er vitað hvort eða fyrrverandi stjórnendur verði ákærðir fyrir afglöp í starfi, og spurning hvort hafinn verði málshöfðun gegn þeim sem sátu í stjórn fyrir hönd.Reykjavíkurborgar, Seltjarnanesbæ, Sjómannadeginum í Reykjavík og Hafnarfirði, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, Eflingu stéttafélagi, og öðrum aðilum sem eiga hlut að máli.

Mál sem uppfyllir ekki lög né reglur.

Sýslumanninum í Reykjavík á yfir höfði málsókn vegna hugsanleg mistök fyrir færslu í fasteignarbók sem er röng, úr því verður ekki skorðið úr þeim ágreiningi nema í almennu einkamáli.

Þrisvar sinnum var skipulagskrá breytt á 3 árum, árið 1990, 2011,2013, til þess eins að halda áfram að slá lán og veðsetja allt sem þeir gátu.

Veðsettu fyrst hjá Sýslumanninum í Reykjavík og síðar hjá Sýslumanninum á Sauðárkrók, þar sem 126 skuldabréfum var þinglýst á fasteignir Eirar án þess að legið hafi fyrir samþykki Sýslumannsins á Sauðárkrók og hafi orðið fyrir mistök þinglýsingarlaga í skilningi 1. mgr.27.gr þinglýsingarlaga.

Skuldir Eirar eru 8 þúsund miljónir króna. Skuldir við Íbúðarlánasjóð og lífeyrissjóði eru 6 þúsund miljónir. Ótryggðar kröfur búseturétthafa sem lögðu aleigu sína eru 2 þúsund miljónir króna. Þess skal getið að íbúðarrétthafar eiga lögvarinn rétt samkvæmt stjórnarskrá Íslands samt var hann brotinn með gróflegum hætti, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum.

Nauðasamningum hafði verið þröngvað inn á búseturétthafa þar sem lögmaður Eirar sat báðum megin við borðið og íbúar skrifuðu undir vegna ótta að vera rekinn út á gaddinn, þess vegna voru þeir samþykktir. Eftir stendur handónýtt skuldabréf sem ekki neinn fjárfestir vill kaupa sem ættingjar fengu eftir forelda sína, eða ættingja, enn vextir eru greiddir enn af þessu bréfi sem er til 30 ára, hugsið ykkur hvað hægt er að fara illa með fólk sem ekki getur varið sínar hendur.

Hugsanlega verður hægt að sækja endurskoðenda Eirar til saka fyrir afglöp í starfi. Búið er að skipta um heimasíðu á Eir og fjarlægja um leið opinbera reikninga sem ekki var búið að gera upp. Fjarlægja rannsóknarskýrslu endurskoðenda sem fengu aðeins 50 tíma að fara yfir málið. Þá kom í ljós alvarlegar ábendingar að væri ekki í lagi með bókhaldið hjá fyrrverandi stjórnendum Eirar.

Mikill Þöggun um málið.

Sama hvert litið er hjá fjölmiðlum, Vísir, DV, RÚV,Bylgjunni, Fréttastofu RÚV, Stöð 2 og fleiri gæti ég bent á sem ég hef haft samband við, enn málið þykir ekki marktækt. Síðasta grein mín um þetta mál beið lengi hjá Morgunblaðinu þar til grein mín birtist. Sama á við stöðuveitingu héraðasaksóknara þar sem hin góði og trausti saksóknari Ólafur Hauksson sótti um."Fljótlega verður skipað í stöðuna,, Segir að vanda þurfi til verka,, þetta voru lokaorð Innanríkisráðherra. Já að vanda til verka segir hún. Ég hélt að Ólafur Hauksson hafi staðið sig vel í starfi, enn lög sem hann átti að fara eftir við hugsanlega málsgögn í sakamálum sem dómarar dæmdu í voru í raun handónýtt lög samþykkt af Alþingismönnum og starfsfólki Innanríkisráðuneytisins þegar kom til loka niðurstöðu.

Skipun héraðsdómara.

Já það þarf að vanda til verka. Ekki er ég hissa á þeim orðum. ykkur til fróðleiks,, þá heyrði ég í samskiptum á milli félaga minna að nú ætti að breyta til og skipa nýjan héraðsdómara ekki Ólaf Hauksson. Sagan segir að þetta sé kona sem eigi að vera næsti héraðsdómari? það er löngu búið að ákveða það manna á milli, klíkan sér um sína. Eitt vil ég segja að lokum, skipun Ólafar Haukssonar er það rétta og mun leiða okkur framar enn við erum nú í dag.

Látum ekki klíkur manna og stjórnmálaflokka stjórna því hver er settur í embætti héraðsdómara. Ólafur Hauksson er besti kostur fyrir okkur Íslendinga, og fjölmiðar myndum fjalla ítarlega um Eirarmálið sem er eitt af þeim sóðalegu málum sem upp hafa komið á Íslandi.

Jóhann Páll Símonarson. 


mbl.is 15 hrunmál eru enn í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband