8.11.2018 | 17:06
Er Landlæknisembættið að flytja til Akureyrar?
Á tímum tækni og framfara er í raun ekkert að því að flytja atvinnutækifæri út á land vegna útþenslu stofanna á vegum Ríkisins sem tútnar út ár eftir ár, frá ári vegna smæðar byggðalaga og fólksfækkunar á landinu, sem veldur því að tekjur sveitafélaga minnka stöðugt til að standa undir þeim kostnaðarauka sem fylgir þjónustu við íbúa. Embætti landlæknis er nú til húsa við Barónsstíg þar sem gamla Heilsuverndarstöð var og hét slysavarnastofa og spítali á þeim tíma og þótti nógu góður til að standa undir nafni. Til að lækka kostnað við aðsetur embætti landlæknis væri hægt að selja alla aðstöðuna í Reykjavík og flytja miðsvæðis til Akureyrar þar sem varaflugvöllur er til staðar, sem myndir spara ríkinu tugi miljóna vegna ódýrara húsnæðis á Akureyri og um leið að skapa fleirum atvinnutækifæri og tekjur til sveitafélagsins og að þjónusta við íbúa á landsbyggðinni yrði öruggari og betri þar sem nálægðin er til staðar. Enn samkvæmt lögum um Stjórnarráð þarf ráherra að bera það fram á Alþingi til staðfestingar sem lög frá Alþingi, sjálfsagt þarf vinna þetta í samráði við starfsmenn sem eru rúmlega 60. Eins væri hugsanlega frábært að fá sérfræðinga til starfa á sjúkrahúsi Akureyrar, um leið fengu íbúar miðsvæðis á Akureyri betri þjónustu og myndi spara þjóðfélaginu tugi miljóna og ekki veitir af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.