13.11.2018 | 13:20
Víglundur Þorsteinsson blessuð sé minning um góðan dreng.
Á þessum fallega degi var að berast sorgarfrétt að Víglundur Þorsteinsson varaformaður stjórnar Eimskipafélagsins væri fallinn frá. Okkar leiðir hafa verið á fundum fyrirtækja sem við áttum hlut í og höfum staðið þétt saman á þeim fundum með athugasemdir úr ræðu stól og nú síðast fyrir einu ári hjá Eimskip þar sem þú komst upp haltrandi með staf þinn til að svara þeim sem hér skrifar sorgar frétt um félaga sinn sem var sterkur leiðtogi og mikill réttlæddi maður að vel væri staðið að fundarsköpum á aðalfundum sem við sátum saman. Mér er efst í huga þegar við tveir urðum eftir eftir á sögulegum fundi hjá Straumi Burðarás þegar fundarstóri neitaði okkur að taka til máls á þeim fundi, sem var sögulegur fyrir þær sakir að Björgólfur Thor Björgólfsson eigandi Straums Burðarás hafði fyrirskipað fundarstjóra að neita öllum aðilum að taka til máls um stöðu mála. Víglundur Þorsteinsson var menntaður lögmaður vissi betur enn Björgólfur og fundarstjóri sem var líka menntaður lögmaður. þrátt fyrir það stóð fundarstjóri við sín orð, að við fengum ekki að taka til máls og upphófst mikill hávaði þar sem Víglundur tjáði sig með sínum hætti svo undir tók og við vorum skráðir í fundarbækur þar sem við töldum að um lögbrot væri um að ræða. Málið fór lengra og upphófst blaðaskrif og fréttir um umræddan fund og meira að segja tóku laganemar að sér að fjalla um málið þar sem niðurstaðan var okkur báðum í hag. Með þessum orðum kveð ég þig og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman á aðalfundum félaga sem við áttum í og þú varst fulltrúi fyrir. Þær stundir eru mér efst í huga núna. Blessuð sé minning um Víglund Þorsteinsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.