Sorpi frá Þórshöfn á Langanesi urðað á Bakkafirði í óþökk íbúa.

Það var átakanleg saga þegar hlustað á íbúa Bakkafjarðar í þætti Kristjáns Má Unnarssonar á Stöð 2 í kvöld. Málið snerist um fækkun íbúa, fullbúinn skóli stendur ónotaður, ekki leikskóli, kjörbúð hefur verið lokað. Eins og fram kom bjuggu þar yfir 130 íbúar áður. Enn þeim hefur fækkað stöðugt vegna barnafjölskyldna sem sjá sér ekki hag að vera með fjölskyldur. Samt reynir hópur manna að standa saman og fjölgun barna er á leiðinni í sumar og vonandi munu stjórnvöld sjá sér fært að styrkja þetta brotthætta byggðarlag með opnun skóla og leikskóla og kjörbúð svo uppbygging megi hefjast.  Þarna er öflug fiskvinnsla, smábátaútgerð af bestu gerð að sögn sjómanna og ýmsar hugmyndir íbúa í farvatninu.

Svikin loforð.

Árni Guðmundsson sem rekur fiskvinnslu á Bakkafirði fullyrðir að sameining sveitafélaga Skeggjastaðahrepp og Þórshöfn sameinuðust í Langaneshrepp árið 2006 hafi verið samið um áframhaldið um skóla og leikskóla yrðu áfram og einn starfsmaður áhaldahús. Þessi orð og samningur voru sviknir.

Kjörorð.

Sameining til sóknar hefur verið svikið, þetta var kjörorðið á sínum tíma hefur gufað upp. Stað þess þurfa íbúar að sækja allrar vörur sínar langar leiðir um 90 km báðar leiðir til að ná í lyf, og aðrar vörur. Slík eru þessi mistök að sameinast Þórshöfn? ,,Já svaraði íbúinn" ,, Ég segi þetta svolítið..ég tók einu sinni að mér tvö lömb. Ég væri ekkert góð í að ala þau upp ef ég hefði drepið annað þeirra. Hún heldur áfram,,Mín skylda væri að gefa þeim báðum að éta,, Hugsið ykkur ef þið lesið í þessi varnaðar orð hennar til stjórnvalda. Þau eru með aleiguna bundna í í húsnæði sem er fallegt og snyrtileg og húsæðið verðlaust sökum slæmra þjónustu og langra veglengdar á milli staða og vegaleysu eins og víða er um land.

Urðun sorps í túngarðinum stutt frá byggðalaginu.

Mikil deila hefur verið með urðun sorps á undanförnum árum og gott væri að Umhverfisráðherra myndi beita sér ýtarlega að koma þessum sorpmálum í eðlilegt horf. Nú er öllu sorpi ekið frá Þórshöfn á Langanesi til Bakkafjarðar stutt frá túngarði þeirra sem þeir huga á að stofna fyrirtæki á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir ábendingar og athugasemdir íbúa á Bakkafirði er ekki tekið mark á þeim. Já það er ekki tekið mark á þeim vegna þeir eru færri sem búa á Bakkafirði enn á Þórshöfn á Langanesi slík er valdbeiting gegn saklausu fólki sem hefur ekkert til þess unnið nema að skila gjöldum til þjóðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband