3.11.2019 | 23:36
Ekki nein hjarta - Þræðingar - Deild á Norðulandi eystra.
Hvernig má það vera? Af hverju skildi ekki vera sagt frá því? Hvað er verið að fela? Þegar langstærsta sjúkrahús utan Reykjavíkur og Vara-Sjúkrahús á landinu ef stórslys verða þá er slík þjónusta ekki til staðar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sem á að veita sérfræðiþjónustu í flestum greinum læknisfræðinnar. Sem verður að teljast hörmulegt ástand fyrir íbúa á Akureyri, nærsveitir, Norðurland og Austfirði að hluta. Hinsvegar hafa hjartasjúklingar verið keyrðir, eða bráða sjúklingar sendir með flugi sem hefur kostað miljóna króna á ári jafnvel miljarða til að geta sótt þjónustuna til Reykjavíkur. Þá er ekki talið upp með þann mikla kostnað sem ættingjar þurfa að greiða til að geta verið við hlið sjúklings. Svona hefur þetta ástand verið í tugi ára án þess að alþingismenn fyrir þetta kjördæmi hafi haft áhuga á að laga þennan vanda íbúa.
Sjúkrahúsið á Akureyri getur ekki staðið undir skuldbindingum.
Þetta er verstu fréttir sem ég hef frétt á árinu 2019. Sem ég hef frétt frá fólki sem þarf virkilega á þessari þjónustu á að halda. Að ekki væru til fastlaunaðir sérfræðimenntaðir hjartalæknar í þessu stóra kjördæmi. Ef upp koma alvarleg slys. Það hlýtur að vera brot á lögum samkvæmt stjórnskipulagi. Mér vitanlega hefur ekki neinn þingmaður tekið upp málefnið um vanda sjúkrahússins og alvarleika málsins upp á Alþingi að sjúkrahúsið getur ekki framkvæmt hjartaþræðingar,hjarta áföll sem dæmi.
Alþingismenn í þessu kjördæmi.
Látið hendur standa fram úr ermum og leysið þetta hörmulega ástand. Það er ekki hægt að koma svona fram við íbúa sem búa langt frá Reykjavík,þar sem stutt er að fara til lækna og leita sér hjálpar. Enn út á landi skiptir hver mínúta máli að sjúklingur komist sem fyrst undir hendur lækna. Eins væri gott að hafa sjúkraþyrlu staðsetta á Akureyri og myndi flytja sjúklinga í bráðri hættu til Akureyrar. Það er þörf að hugsa stæra og minnka álagið á Landspítalanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru að minnsta tveir hjartalæknar á SAK. Annað hvort skorti búnað eða sérfræðing til hjartaþræðinga. Stundum eru það stórar opnar aðgerðir og maske telst það of kostnaðarsamt að halda úti sérfræðingi og tækjabúnaði fyrir þetta þótt hjártaáföll séu algengasta dauðaorsökin. Helmingi fleiri en krabbi. Þetta ætti því að vera sjalfsagt öryggismál fyrir norðurland vestra og eystra.
Þyrla væri sjálfsögð en milljarðakostnaður við slíkt stendur líklega í mönnum.
Ég held að það sé víða pottur brotinn í þessari grein. Forvarnir eru slakar og fólk aðeins prófað á yfirborðslegan hátt og forðast að senda það í tékk með sónar eða röntgen og litarefni. Held að læknum sé í sparnaðarskyni skipað að forðast dýrar rannsóknir. Það drepur líklega ansi marga.
Ég fékk hjartaáfall í fyrra á siglufirði, var stabíliseraður á heilsugæslunni, ekið á Akureyri og að mér hlynnt þar til ég var settur í flug. Fagfólk spítalanna eru hetjur í mínum augum en það er erfitt fyrir það að vinna með aðra höndina bundna aftur á bak af exleálfum heilbrigðisráðherra.
það kemur mörgum a óvart að hjartaáföll drepa fleiri íslendinga en nokkuð annað mein. Um 40% þeirra sem fá hjartaáfall meika það ekki. Líklega er það ekki hentugt að halda því á lofti hversu stórt mál þetta er svo mikilvægi þess að leggja kostnað og áherslu á þennan þátt setji ekki budjettið úr skorðum. Þetta ætti í raun að vera forgangsatriði í heilbrigðiskerfinu.
Ég hef fylgt nokkrum vinum til grafar sem hafa dáið úr þessu og eiga allir þá forsögu að hafa haft öll varúðareinkenni, en samt verið sendir heim aftir að tekinn er af þeim blöðþrýstingur, línurit og blóðprufa. Próf sem geta ekki nema þá helst í alverstu tilfellum greint meinið.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2019 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.