8.1.2020 | 18:29
Ályktun aðalfundar Sjómannafélags Íslands 2019.
Aðalfundur Sjómannafélags íslands haldin mánudaginn 30 desember 2019.
Vill ítreka og minna á fyrri samþykktir Sjómannafélags íslands á aðalfunda samþykktum félagsins um Rio Tinto Alcan í Straumsvík, og Alcan Fjarðaráls á Reyðarfirði sem er stærsta álver á ísland, eiga það sameiginlega að fá niðurgreidda raforku. Langt undir verði sem við íslendingar þurfum að greiða til þjóðfélagsins. Það dugar ekki erlendum auðhringjum að fá niðurgreidda raforku.
Næsta skerf.
Eru íslenskir sjómenn á farskipum næstir hjá hentifána bröskurum sem eru ítrekað að finna sér leiðir í lögum til að grafa undan íslenskri farmannastétt. Með því að semja við sjóræningjar útgerðir sem ráða til sín, fátæka sjómenn frá þriðja heiminum um borð á smánarlaunum þar sem veikindaréttur þeirra eru endurtekin brot, trekk í trekk. þess skal getið að ITF fulltrúi á Íslandi hefur farið reglulega um borð í þessi erlendu skip til að kanna réttindi og launagreiðslur þeirra. Komið hefur ítrekað í ljós eftir eftirlitsferðir fulltrúa ITF og beðni fátækra sjómanna hafa laun þeirra ekki verið greidd sem mánuðum skiptir. Fyrir utan verið neitað um læknishjálp. Í kjölfarið hefur Sjómannafélag Íslands þurft að leggja út fjármagn,til að fátækir sjómenn komist undir læknishendur og til heimferðar. Slík er framkoman við fátæka sjómenn.
Þess er kafist að erlendir auðhringir sem nýta sér íslenskar orkulindir virði rétt sjómanna til jafns við aðra starfsmenn sem skapa verðmæti á grundvelli náttúruauðlinda þjóðarinnar. Grafi ekki ítrekað undan íslenskri sjómannastétt"Sama á við útgerðamenn sem kalla sig íslenska útgerðamenn eru að hefja för í sama forarpytt og þessar sjóræningja útgerðir sem nýta sér eymd fólks með sama hætti og þær erlendu útgerðir nota við ráðningu á erlendu vinnuafli á smánarlaunum. Það hefur komið í ljós að undaförnu í fréttum.
Verði ekki orðið við beðni Sjómannafélags Íslands. Þá er óskað eftir stuðningi Alþingis að stjórnvöld grípi inn í þá ósvífni Álveranna í Straumsvík, Reyðafirði og Íslenska útgerðamanna sem skrá sín skip undir þæginda fána.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil benda þeim sem lesa þetta. Á slíka hörmulega sögu og aðkomu fulltrúa ITF á íslandi þegar vélstjóra á erlendu skipi sem kom til landsins með fótalausan sjómann sem hafði misst báðar fætur í vinnu slysi um borð. Það var ekki verið að kalla á sjúkrabörur að hífa hann í land. Kom ekki til greina. Það átti nefnilega að setja hann á vörubretti og hífa hann þannig í land. Slík var virðing útgerðar og skipstjóra. Miklu fleiri sögur eru til sem fulltrúi ITF á Íslandi getur sagt ykkur frá. Er ekki til kominn tími að fara að endurskoða reglur erlenda auðhringja sem semja við sjóræningjar útgerðir á kostnað íslenskra farmanna.
Jóhann Páll Símonarson, 8.1.2020 kl. 21:15
Sæll Jóhann Páll, það er mér svolítið áfall að lesa þennan pistil og athugasemdina hér að ofan. :-(
Ég sem fyrrverandi sjómaður í Eyjum til 39 ára er smá hissa og þó ekki miða við fréttir af Samherjafrændum, en mig grunaði að Ísland væri bananalýðveldi, bara ekki svona svakalega mikið slæmt lýðveldi! Nú verður manni heitt í hamsi þegar ég hugsa um þjóðfélagsmálin hjá okkur hér á landi.
Það er nú víða sukkið, ef ekki allstaðar, og ég horfi á sumt bara hér í Eyjum.
Ég verð að passa mig núna því pottar hafa eyru.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 13.1.2020 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.