29.1.2020 | 00:06
Hrepparígur varð Guðmundi Gunnarssyni að falli.
Það er allt og oft þegar fréttir berast af atburðum, þá eru þær ekki réttar. Margir blaðamenn eiga þar hlut að máli, saman ber þetta hörmulega mál þar sem bæjarstjórinn á Ísafirði hafði ekkert vald til að koma fram í fjölmiðlum og tjá sig með réttum hætti um þann hörmulega atburð sem skeði nýlega á Flateyri. Guðmundur Gunnarsson stóð sig frábærlega og var skjól fólksins sem var í áfalli yfir snjóflóða vörnum sem héldu ekki. Hann tók sterkt til orða að það þyrfti að koma þessu snjóflóðavörnum í lag, það gerði fyrrverandi bæjarstjóri Halldór Halldórsson líka. Þeir voru á sama máli hvar þetta fé væri sem var til að byggja snjóflóðavarnir í kringum landið. Jú alþingismenn samþykktu að nota þetta fé í annað enn varnir sem fólkið hafi greitt í tugi ára.
Ísfirðingar hafa aldrei þolað Bolvíkinga.
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn tóku þá ákvörðun að reka Guðmund Gunnarsson eftir fréttir af sjóflóðum á Flateyri. Lætin voru slík að það lá við handalögmálum slík var geðtruflanir Daníels Jakobssonar oddvita Sjálfstæðismanna, formanns bæjarráðs, og eiganda Hótels Ísafjarðar sem Landsbakinn fjármagnaði árið 2012 þegar hann sjálfur var bæjarstjóri Ísafjarðar. Þess skal getið að umræddur Daníel Jakobsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði var fluttur til Noregs til að hefja störf hjá Norway Royal Salmon. Hann fékk starfið í gegnum Laxeldisfyrirtækið Aretic Fish á Ísafirði sem er í eigu Norway Roayl Salmon.
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ráku Guðmund Gunnarsson bæjarstjóra. Þessir fulltrúar íbúa á Ísafirði eiga að hafa þann manndóm að segja rétt og satt frá. Þeir eru svo miklir aular,að þeir ætla ekki að borga honum full laun eftir að hafa sparkað honum út. Hann fékk ekki einu sinni að klára sitt kjör tímabil. Spennu sérfræðingar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna komu í veg fyrir að hið rétt kæmi fram í máli bæjarstjórans. Íbúar á Ísafirði eru trompaðir af reiði hvernig þeir fóru með Guðmund Gunnarsson þann góða og trausta félaga þeirra á Flateyri og Ísafirði. Fólkið stendur með fv bæjarstjóra Guðmundi Gunnarssyni sem var í raun kominn of nærri greninu hjá þeim félögum.
Verður ekki á fullum launum út kjörtímabilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.