23.3.2021 | 00:00
Blindur, fatlaður, maður settur í sjóðandi vatn upp fyrir læri.
Í fyrri grein minni hafði ég uppi lýsingarorð sem margir fengu sting fyrir hjartað að heyra um sögu af illmennsku meðferð á Margréti Ester Erludóttur þar sem hún var lúbarinn sem lítið barn barn,hent niður stiga í Njörvasundsheimilinu,eftir það var hún tekinn af heimilinu. Nauðgað af forstöðumanni og syni hans á Auðkúlu þar var hún notuð eins og klósett af þeim báðum á vistheimilinu. Þar sem stunduð var bruggframleiðsla, áfengi haft um hönd af þessum illmennum án afskipta stjórnvalda. Á heimilinu við Njörvasund var framið alvarlegt morð á fallegri stúlku,sem var vinkona Esterar og ætlaði að heimsækja hana. Þar kom árásamaðurinn aðvífandi og stakk hana mörgum stungusárum líkið fannst síðan í klæðaskáp eftir mikla leit. Málið á árrásamanninum var fellt niður,því hann var talinn ósak-hæfur.
1,200 aðilar hafa nú þegar fengið samgirnisbætur.
Eftir stendur Margrét Esther Erludóttur sem fær ekki samgirnisbætur fyrir sitt alvarlega tjón sem hún hlaut. Enn það var hægt að greiða öðrum enn henni bætur og aðrir máttu fara til fjandans með leyfi núverandi stjórnvalda, ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur það er mín skoðun eftir að hafa verið að skoða gögn um málið. Þrátt fyrir ábendingar að eftir stæðu vistheimili til viðbótar sem þörfnuðust skoðanir. Þá var málinu lokað án þess að eftir stæðu 41 umsókn til viðbótar vegna heimila og stofnana sem féllu ekki undir löginn. Siðanefnd sem skipuð var sagði það eitt að það kæmi ekki til greina.
Sagan af illri meðferð.
í einu tilfellinu var blindur maður settur í baðker þar sem honum var komið fyrir skrúfað frá vatninu, síðan fer starfsmaðurinn að sinna öðrum verkefnum. Enn gleymdi að skrúfa frá kaldavatninu. Þannig að heitavatnið rennur og rennur, þar til starfsmaður kemur aftur,þá sér hann lamaða og blinda manninn sitjandi í sjóðheitu vatni upp fyrir læri. Hann var fluttur á sjúkrahús, fjölskyldu var sagt að hann myndi kannski ekki lifa þennan atburð af. Hann lifði þetta af enn var mjög illa brunninn. Afleiðingar af þessum bruna að hann átti erfitt með gang það sem eftir var.
Kvartanir það fór inn og beint út.
Að kvarta það gekk ekki. Það gekk ekki, vegna það var farið eftir kenningum þarna og öllum svona umkvörtunum var í raun og veru svarað með því að lyfta öxlum, svona á þetta að vera. Sem sagt það þýddi ekkert að gera athugasemdir. Í skýrslum sem eru til er að finna upplýsingar um áverka sem börn hlutu eins og Margrét Esther Erludóttir af völdum starfsfólks,í sumum tilfellum valdbeiting,bundin eða fjötruð. Eitt dæmi um 14 ára einhverfan dreng sem hafði verið vistaður. Starfsmenn gripu til þess ráðs á nóttu að binda hann niður í rúmið á daginn var hann tjóðraður við rúmið. Annað dæmi 11 ára stúlka sem var neytt til að hætta að jórtra og æla um mat sínum. Starfsfólkið refsaði henni fyrir þetta atferli. Hugsið ykkur fúlmennskuna,, Fyrst var sprauta saltvatni upp í hana, síðan að kitla hana, og loks með því að spenna hana á standbretti í lárétti stöðu, þannig að andlitið sneri næst gólfi. Slíkur var viðbjóðurinn á börnunum sem höfðu ekki neinn til að verja sig.
Styðjum Margréti Esther Erludóttur með undirskrift.
Ágætta fólk hér er saga sem er sönn og ekki allt sem ég hef undir höndum komið fram. Hugsið til baka um meðferð sem hún Margrét Ester Erludóttir hefur þurft að þola síðan móðir hennar lést þegar hún stóð ein uppi, og átti hvergi heima. Mér er flökurt að þurfa að segja þessa sögu sem mörg ykkar vita ekkert um. Enn bið ykkur öll að styðja hana með undirskrift henni til stuðnings. Vona að fulltrúar á mbl taki þessi ummæli mín ekki niður eins og þeir hafa gert, með því að færa hana aftur. Tek það fram þetta er unnið uppúr gögnum sem hafa verið birt. Og ekkert að fela. Nema stjórnvöld núna og áður hafa reynt að setja þetta allt í stóran kassa sem ekki neinn má skipta sér af.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:55 | Facebook
Athugasemdir
Það er ótrúlegt að vera vitni af því sem er að gerast hér á blogginu. Þeir sem stjórna því reyna með öllum ráðum að þegja niður þessa umræðu. Það er svipað þegar stjórnendur stjórnarráðsins gerðu athugasemdir við blaðakonu sem skrifaði um Auðkúlu. Hún aflaði upplýsinga frá Forsætisráðuneytinu. Frá ráðuneytinu barst svar sem var á þá leið Lögsókn fyrir það eitt að segja satt og rétt frá. Það er ljóst að sá sem hefur tölur fyrir mig sér það greinilega sé verið að draga athygli frá þessum skrifum á mbl. Það er ömurlegt að bloggið sé stjórnað af áhrifa mönnum flokkana. Hugsanlega hefur verið hringt frá stjórnaráðinu og beðið um að þessi skrif yrðu fjarlægð.
Jóhann Páll Símonarson, 23.3.2021 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.