17.5.2024 | 00:35
Siðleysi á Íslandi
Í kvöld sátu fyrir 6 frambjóðendur til embættis forseta Ísland á Stöð 2 þar sem frambjóðendur voru spurðir spjörunum út. Þáttastjórnandi stóð sig fagmannlega í sínum stöfum á hrós fyrir frábæran þátt. Eftir stendur þeir frambjóðendur sem voru látnir sitja á hakanum eins og Óli verkamaður sem hætti í vegavinnunni sökum þess að hann var látinn sitja á hakanum.
Maður spyr sig hvernig er hægt að synja frambjóðenda sem er á sömu-slóðum og aðrir frambjóðendur sem berjast um atkvæði okkar allar. Dylgjur ákveðna manna sem hafa búið til hræðslu áróður og komist upp með það án athugasemda. það er Gengið svo langt að fullyrða að atkvæði þeirra sé kastað í ruslið.
Til hver er lýðræðið spyr ég? Af hverju má ekki kjósa þann einstakling sem íslendingar hafa á huga á að kjósa.? Er það ekki réttur hvers og eins sem hefur kosningarrétt? Enn loddarar eru til staðar og hika ekki að villa fyrir kjósendum sem er ömurleg þróun mála.
Þá er þessi alvarlega spurning?, Er lýðræðinu að hraka? Ef svo er? Hvers vegna? Jú lýðræðinu hrakar vegna átaka innan stjórnmálaflokka sem berjast um völd og áhrif. Enda er nú svo komið fyrir okkur Íslendingum að eftirlitstofnanir fylgjast vel með öllu sem er að gerast í þessum kosningu. Hinsvegar verður fróðlegt að heyra á næsta ári þegar þessi skýrsla kemur út, þá verður það næsta skerf í lífi Íslendinga að‘ heyra niðurstöðuna.
Miklir fjármunir og styrkir eru gefnir til upplýsingarmála, jafnframt að allir njóti sama rétt, hver sem hann er í þessu kosningum. Það liggur hugsanlega fyrir að Ríkisútvarpið sem er fjölmiðill í almenna eigu sem fær rúmar 100 miljónir í styrk, til þess eins að gæta jafnræðis í þessum framboðum.
Aðrir fjölmiðlar fá tugi miljóna, nema Útvarp Saga sem gætir þess að allir frambjóðendur sitji við sama borð og aðrir. Fær í sinn hlut rúmar 3 miljónir fyrir sinn þátt. Að gæta að lýðræðið nái fram að ganga. Það er ekki sama kúkur eða skítur sem ræður för í þessari umræðu.
Enn ég verð að hrósa RUV fyrir sína framkoma núna í kvöld þegar fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir spurði Arnar Þór Jónsson með ítarlegum hætti um spurningar sem hún lagði fyrir hann. Arnar Þór kom afburðar sterkur út úr þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hann. Það er ljóst eftir þetta viðtal að frambjóðandinn Arnar Þór Jónsson er miklu sterkari framjóðandi enn Íslendingar gerðu ráð fyrir. Enda er hann sá aðili sem virkar vel á okkur öll fyrir fagleg svör fréttamanna.
Jóhann Páll Símonarson
Takið eftir það er verið að trufla mín skrif
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.