Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi hefur sett vélina í gang.

Það er ekki nema von, að kjósendur vakni upp við gleðina og birtuna framundan þegar vélin er sett í gang, vélahljóðir heyrist greinilega. Við komust nefnilega ekkert áfram nema að að vélin sé til staðar og kjósendur séu með að hjálpa til að vélin gangi án truflana.Enn til þess að skipið gangi verður að vera til fé til að reka skipið áfram,,Það eitt er ljóst. Mikill mótvindur hefur staðið yfir frá byrjun, þar sem ekkert bryggjupláss sem hefur verið fyrir hendi á leið þeirra hjóna í kringum landið. Ákveðnir menn í þjóðlífinu hafa reynt með skipulögðum hætti að bregða fæti fyrir Arnar Þór Jónsson forseta-frambjóðenda frá byrjun.

Enn skipið heldur áfram með sína stuðningsmenn, þeir sem vilja ekki vera með. Verða að sjálfsögðu eftir. Nú hefur Arnar Þór Jónsson tekið upp nýja leikaðferð gegn siðspiltum einstaklingum. Forsetahjónin tóku uppá því sjálf án styrkja í fyrstu að aka kringum landið með viðkomu á ýmsum stöðum í annað sinn. Þar voru fagnaðarfundir með fólkinu sem bauð þau velkominn. Eldrafólkið á hjúkrunarheimilum voru heimsótt, þau báru fram spurningar frá hjartanu. Ó hvað þetta var yndislegt sagði fólkið í þeim ferðum sem þau hjón komu í heimsókn.

Hvar voru fréttamiðlar þá? Þeir héldu sig heima hjá sér, því miður. Enn það er ekki sama hver frambjóðendur eru ? í þessum  hópi Það veit þjóðin sjálf. Aftur af því sem er alvarlegt í þessari stöðu? Það er fjármagnið sem ákveðnir aðilar hafa til umráða? Hugsanlega tugi miljóna. Sem þeir hafa til umráða, fyrir utan allar auglýsingar út um allt. Samkomur allt frítt veitingar að bestu gerð og jafnvel leiklistahús tekinn á leigu.

Hverjir greiða vitum við ekkert um? Alla vega mun það koma í ljós síðar. Eitt vekur furðu mína er flokkur Sjálfstæðismanna sem heitir Valhöll þeirra sem reyna að taka ítrekað Arnar Þór Jónsson niður. Það eru fólskulegar árásir á gamlan hægrimann sem var rekinn úr flokknum fyrir það eitt að segja satt frá. Siðleysingar Sjálfstæðisflokksins eru í þremur hlutverkum að koma 3 frambjóðendum til forseta Íslands, sem segir mér söguna að hann er þríklofinn flokkur, og spilltur samkvæmt þessu sem er að gerast. Arnar Þór Jónsson við stuðningsmenn hvetjum ykkur hjón áfram, gegn siðspiltum einstaklingum af ýmsum toga, þegar kemur að fjármagninu hvaðan það kemur, á eftir að koma í ljós.

Fólk spyr"" Í dag af hverju fengu kjósendur ekki að sjá alla frambjóðendur sitja fyrir svörum á fundum um land allt.? Af hverju misnotaði Morgunblaðið aðstöðu sína með framferði sínu. Morgunblaðið borgaði allt uppihald og kynningu fyrir sína frambjóðendur. Það eitt særir réttlætið og skoðun mína, hvað varðar alla frambjóðendur skuli ekki sitja við sama borð. 

Jóhann Páll Símonarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband