9.10.2024 | 14:01
Yfirstétt sem treður á nemendum Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Etir fund hjá Félagi-skip og bátaáhugamanna í gær kvöldi var flutt merkilegt erindi undir fyrirsögninni,, Veröld sem var- og Veröld sem er. Merkileg framsetning hjá frummælanda Björgvini Vilhjálmssyni stýrimanni. Sem vakti mikla athygli fundarmanna sem var fjölskipaður fundur áhugamanna með heimildarmynd um stöðu mála varðandi kaupskip, siglingar, sjósókn og hörmulega sögu og aðgæslu um minjar Stýrimannaskólans í Reykjavík sem virðast vera að grotna niður ekki einu sinni pakkaðar niður til að forðast skemmdir. Þetta voru fallegar myndir af látnum leiðtogum skólans í áratugi. Hugsið ykkur minjar í forinni slík er umhirðan um gamlar eigur og gjafir í eigu Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Slík var umgenginn á þessu myndakvöldi,að fundarmenn áttu ekki orð hvernig væri farið með gamlar eigur og minningar nemenda skólans sem minnir mig á skemmdaverkamenn sem hafa komist upp með það að eyðileggja gamlar minningar nemenda eins og staðan er í dag. Hvaða sjómaður hefði trúað því að hugsunarháttur væri slíkur að eyðileggja gamlar minjar Stýrimannaskólans í Reykjavík. Maður spyr sig hvað gengur slíku fólki til.?
Sem sjómaður yfir hálfa öld þá finnst mér vanvirðing slík,, Að ekki sé hægt lengur að horfa uppá slíka rudda sem koma fram með slíkum hætti að eyðileggja fortíð manna sem hafa lagt á sig mikla vinnu og ferðir til að geta menntað sig fyrir siglingarþjóðina Ísland.
Núverandi stjórnendur,ráðamenn Íslensku þjóðarinnar hafið skömm fyrir ykkar framlag að eyðileggja aldargamlar stofnun sem hefur mentað og útskrifað þúsundir stýrimanna, skipstjórnarmanna og vélstjóra í gegnum aldir. Þær minningar er búið að eyðileggja og vanvirða Stýrimannaskólans í Reykjavík sem hefur staðið fyrir menntun sjósókn frá Íslandi.
Loka orð míns elskulega bróður Gunnlaugs Símonarsonar stýrimanns til ráðamanna þegar hann var ritstjóri Kompás árið 1982-1983. Þau eru á þessa leið.
Á meðan bólgnar aðrar menntastofnanir svo út að til vandræða horfir og þá helst í þeim greinum sem skila alls engum arði til Þjóðarbúsins.
Jóhann Páll Símonarson fv sjómaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kæru sjómenn, nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík, Vélstjórafélagsins sem hafa stundað nám og útskrifast frá skólanum. Skrif mín staðfesta að það sem hefur komið fram á fundinum í gær og skrif nemenda staðfesta þessa sögn. Það sem vekur alvarlega athugasemd er skrif nemenda, sem lýsir þvílíkum viðbjóðslegum aðförum að eigum skólans.““ Hér kemur eitt svarið sem dæmi,,
Varð vitni af þessu sjálfur þegar ég stundaði nám fyrir ekki svo löngu. Á þeim fjórum árum sem ég var þarna “týndust” allskonar listaverk, styttur og aðrir munir sem bæði Stýrimannaskólinn og velskólinn hefðu fengið gefins gegnum tíðina. Nemendur börðust fyrir því að þessi yrði skilað en gekk erfiðlega. Og þegar góður vinur minn skrifaði grein um málið var hann tekinn á teppið. Viðbjóðsleg framkoma.
Hvet alla nemendur að tjá sig með sínum hætti um málið.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 9.10.2024 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.