Mun samstarfið við framsóknarflokkinn slitna á morgun.?

Miklar umræður hafa verið um okkar góða borgarstjóra sumir sem blogga hér hafa fundið honum allt til foráttu sem er ekki rétt frá mínu sjónarmiði. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson er góður maður enda mjög vinsæll á meðal fólks. Það sem er aðalkjarninn í þessu máli er að Björn Ingi Hrafnsson er varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og mun taka við formennsku eftir áramót ef stjórnarsamstarfið mun slitna upp. Vegna frekju og yfirgangs Björns Inga í þessu orkuveitu máli.

Það er undarlegt á þessum stutta tíma sem þessi meiri hluti hefur starfa er Björn Ingi yfirleit í forsvari fyrir því sem er að gerast. Hvers vegna er ekki borgarstjóri sem svarar spurningum fréttamanna?. Ennfremur finnst mér að borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna eigi að gera athugasemdir við að Björn Ingi sé yfirleit í forsvari. Ég hef búið við það til sjós það er skipstjórinn sem stjórnar ekki yfirstýrimaðurinn.

Fyrir utan að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að fara til formanns Sjálfstæðisflokksins og varaformanns flokksins og kvarta yfir yfirgangi í málefnum Orkuveiturnar sem er miður. Ég tel að það eigi tafarlaust að segja upp stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur sem voru ráðnir i góðri trú að reka þetta fyrirtæki sem hagkvæmast fyrir okkur borgarbúa. Nei það var ekki gert í staðinn er mulið undir sig hundruð miljóna króna á meðan eldra fólk er elt á röndum ef það á smáaura afgangs.

Okkar sveitafélag mun ekki sætta sig við þvílíka gjörninga enda hafa fulltrúar flokkana mótmælt þessu harðlega enda enginn furða að svo sé. Hverjir réðu Hjörleif Kvaran til starfa? Ágætu borgarbúar gefum Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni það vald að losa Sjálfstæðisflokkinn út úr samtarfi við Framsóknarflokkinn því fyrr því betra.

Jóhann Páll Símonarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég hef aldrei skilið af hverju Sjálfstæðismenn hafa alltaf æ ofan í æ samið við Framsókn,mér líkar ekki samstarfið,enda er þetta deyjandi flokkur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég er algerlega sammála þér varðandi Framsóknarflokkinn. Það versta er að Björn Ingi Hrafnsson veður yfir Sjálfstæðisflokkinn það líkar mér mjög illa. Maður spyr sig hvers vegna láta borgastjórna fulltrúar Sjálfstæðismanna ekki til sín taka. Það gengur ekki upp að flokkur sem er með 1 kjörinn fulltrúa stjórni öllu og ráði til sín varaborgafulltrúa Óskar Bergsson í fullt starf hjá Reykjavíkurborg.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 8.10.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband