8.10.2007 | 21:12
Geysir Græn Orka
Hvers vegna kalla menn geysir græna orku það er vegna tengingar Árna Magnússonar fyrrverandi félagsmálaráðherra og Björn Inga Hrafnssonar sem báðir eru Framsóknarmenn og nátengdir. Viðtalið sem var haft var eftir Björn Inga í kastljósi í kvöld hjá RUV var alveg með ólíkindum þegar hann var spurður spjörunum út í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur hjá Sigmari þegar hann var spurði hverjir fengu hlutabréfin þá vildi Björn Ingi gera lítið úr þeim hlut. Enn Sigmar hélt áfram og spurði hvers vegna kosningastjóri hans hefði verið tryggð hlutabréf í fyrirtækinu hann svaraði því að nú ætti að breyta fyrirtækinu í markaðs vætt fyrirtæki. Var þetta trúverðugt Nei hann var að verðlauna vin sinn frá Saga Film því hann stóð sig svo vel fyrir Björn Inga sjálfan í kosningabaráttunni.
Mér fannst Björn Ingi hafa fallið á þessu prófi ég hugsaði með mér hver skildi hafa rústað Halldóri Ásgrímssyni var það ekki hann sjálfur. Mér fannst sjálfur hann vera hrokafullur og veruleika fyrtur borgarfulltrúi í þessu viðtali og honum skipti engu hvað formaður framsóknarflokksins hefði að segja um þetta mál. Hann sagði beint það er ég sem ræð Guðna Ágústsyni kemur þetta ekkert við sagði hann óbeint enn gat þess að hafa talað við borgarstjórnaflokkinn.
Nú legg ég til strax á morgun að þessu samstarfi verði slitið við Framsóknarflokkinn áður enn hann stútar Sjálfstæðisflokknum sem hefur barist í mörg að ná völdum í Borgarstjórn Reykjavíkur. Það er ekki hægt að líða það að fyrrverandi starfsmaður fréttablaðsins Hafliði Helgason sé úthlutað hlutabréfum í fyrirtækinu án þess að hafa fyrir því. Ég verð að segja það á meira eftir að koma upp í þessu máli og hverjir voru hugmyndasérfræðingar að þessu. Það mun verða enn þetta er gjörningur sem verður ekki aftur tekið nema að hreinsa þarna út stjórnendur og fulltrúa flokkana sem misfóru með valdið með því að úthluta hlutabréfum í Orkuveitu Reykjavíkur sem borgarbúar eiga.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvort sem okkur líkar betur eða verr að viðurkenna, þá er einkavinavæðing auðlindanna og samfélagslegra eigna inngróin meinsemd í þeim tveim stjórnmálaflokkum sem mynda meirhlutann í borgarstjórn. Þar ber hvorugur af hinum. Og þetta heitir pólitísk spilling hver sem þar á í hlut.
Og þetta er slæmur sjúkdómur í örsmáu hagkerfi þar sem mikið er af verðmætum auðlindum.
Árni Gunnarsson, 8.10.2007 kl. 22:01
Heill og sæll Árni.
Þetta er rétt hjá þér undan því verður ekki komist að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru flæktir í þetta leiðinda mál. Það alvarlegasta að mínu áliti er að Guðlaugur Þór Þórðarson virðist hafa skipulagt þetta tiltekna mál. Og fyrrverandi félagsmálaráðherra hann Árni Magnússon sem var ráðinn til Glitnis til að koma þessu á laggirnar Geysir Græni Orku muna ekki allir eftir því.
Síðan koma fréttir að það sé jafnvel búið að selja hitaveitu suðurnesja og fólk hefur stórar áhyggjur af þessu. Björn Bjarnason gerir ágætta grein fyrir þessu á heima síðu sinni í dag og bendir á skýr rök í þessu máli.
Síðan er þessi frekja og valdagræðgi Björns Inga Hrafnssonar sem gengur yfir alla án þess að borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna hreifa andmælum fyrr enn og seint.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 8.10.2007 kl. 23:06
Þetta sýnir okkur best hvert andskotans græðgin getur leitt menn. Þrátt fyrir mikinn pólitískan skoðanahalla milli okkar Guðlaugs Þórs hef ég haft óbilandi trú á heilindum hans sem stjórnmálamanns.
Nú er mér næst að halda að það verði ég eitthvað að endurskoða.
Árni Gunnarsson, 8.10.2007 kl. 23:49
Heill og sæll Árni.
Mér ofbauð þessir kauprétta samningar sem íbúar í Reykjavík sáu með berum augum í sjónvarpinu í kvöld allir reyndu að þvo hendur sínar. Nema leikarinn Guðni Ágústsson sem reyndi að koma vandamálinu frá Framsóknarflokknum yfir á Sjálfstæðisflokkinn.
Enn blöðin munu koma út á morgun þá mun þetta liggja fyrir. Þú ættir að skoða vel hlutverk Guðlaugs Þórs í þessu máli.
Mun halda áfram með þetta mál þegar dagblöðin hafa birt þessa töflu varandi hlutabréfa kaup.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 9.10.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.