16.10.2007 | 18:25
Viðskilnaður Vilhjáms Þ Vilhjálmssonar til fyrirmyndar.
Hann var frábær viðskilnaður Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar enda þakkaði borgarstjóri oddviti Samfylkingar Dagur B Eggertsson forvera sínum fyrir unnin störf og sagði að mörgu leiti verið góðan borgarstjóra. Björn Ingi Hrafnsson flutti Vilhjálmi einnig þakkir fyrir gott samstarf og persónulega vináttu,
Vilhjálmur segir neyðarástand ríkja hjá sumum borgarbúum. Vilhjálmur benti á að mál sem þörf væri fyrir átak í málum sem dæmi ,húsnæðismál öryrkja, eldri borgara, og ennfremur benti hann á að það þyrfti að bæta stöðu fólks sem væri heimilislaust enda veitir ekki af.
Ég held að þetta mál varðandi öryrkja, aldraða, og útigangs fólk sem eru í brýni þörf fyrir heimili fyrir veturinn og þá sem eru veikir geta ekki geta séð fjölskyldunni farboða vegna veikinda. þessir einstaklingar þurfa aðstoð frá borgarbúum þessa hjálp þar að veita sem fyrst. Allir borgarfulltrúar þurfa að taka á þessum málum enda treysti ég Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni að bera hag þessa fólk.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann má eiga það hann Vilhjálmur að hann var fínn Borgarstjóri og full ástæða til að þakka vel unnin störf.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 16.10.2007 kl. 18:57
Heil og sæl Katrín.
Ég er hjartanlega sammála þér varðandi skoðun þína það eru margir sárir og reiðir yfir framkomu borgarfulltrúanna sem stunduðu valdarán og eineldi á hendur Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni fyrrverandi borgarstjóra oddvita Sjálfstæðismanna.
Koma síðan fram í kastljósþátt sjónvarpsins og reyna að verja sinn hug. Ég tel ekkert að marka þetta fólk þótt við séum samherjar.
Ég mun ekki sætta mig við þessi vinnubrögð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og þeir eru miklu fleiri sem eru sammála mér.
Enn og aftur tek undir með þér Katrín.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 16.10.2007 kl. 21:08
Ég tek undir þetta með þér Jóhann. Villhjálur hefur komið hreint fram og ekki logið, hann hefur aftur á móti verið blekktur. Ég veit að Gamli góði Villi hefur mikinn stuðning langt út fyrir sinn flokk.
Sigurður Þórðarson, 17.10.2007 kl. 16:07
Heill og sæll Sigurður Þórðarson.
Ég hef starfað með Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni einstakur persónuleiki ljúfur og vill fyrir alla gera því ég hef starfað og unnið mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn ég tel það ekkert eftir mér.
þess vegna þykkir mér mjög vænt um góðan dreng sem hefur skilað sjálfstæðisflokknum miklu þau ár sem hann hefur unnið flokknum heilla með ótrúlegri vinnu dag og nótt.
Sigurjón að Vilhjálmur hafi verið blekktur þá verð ég að segja þér að borgarfulltrúar hafa beitt hann einelti sem ég kalla miklu alvarlegra mál sem ég vill að verði krufið til mergjar og þeir aðilar sem stunduð það verði látnir gjalda fyrir þann verknað sem þeir frömdu.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 17.10.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.