17.10.2007 | 08:56
Nú birtir yfir flugvellinum í Reykjavík.
Miklar umræður eru á meðal Sjálfstæðismanna sem hafa haft samband við mig vilja hafa flugvöllinn í Reykjavík á sínum stað. Það eru fleiri á sömu skoðun þótt þeir séu ekki Sjálfstæðismenn fólkið vill hafa flugvöllinn á samastað. Enda var landsbyggðar fólk sammála mér á landsfundi Sjálfstæðismanna sem var haldin í Laugadalshöll fyrir kosningar.
Nokkrir borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna vildu flugvöllinn burtu þar á meðal var borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson sem var á þeirri skoðun að í vatnsmýrinni ætti að byggja íbúðarhúsnæði og þar voru líka fleiri sem vildu flugvöllinn burtu þar á meðal framsóknarmaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hann var með tillögu að færa flugvöllinn á Löngusker með uppfyllingu.
Það er með ólíkindum að menn vilji flugvöllinn burtu og það út í sjó. Þar sem sjávarselta smýgur inn um allt rafkerfi flugvéla og rafmótora ekki mun mér lítast á þá hugsun og tillögu Björns Inga. Það sem myndi ske er að Björn Ingi myndi stefna flugvélum og farþega í hættu.
Samkvæmt tillögu Samgönguráðherra Kristjáns Möller er hann mjög sáttur að flugvöllurinn verði á sínum stað enda er hann landsbyggðarþingmaður og veit hvernig málinn ganga fyrir sig úti á landi mig grunar að það séu líka fleiri þingmenn sem vilja hafa flugvöllinn á sínum stað enda skildi engan undra að svo sé. Það má ekki gleyma að fólk þarf að leita lækninga og ýmissa þjónustu til Reykjavíkur. Þess vegna segi ég nú það er bjartara yfir flugvellinum í Reykjavík.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.