Samskip stefnir á að hafa erlenda háseta á smánarlaunum.

Það vill svo vel til að nú eru 2 íslenskir hásetar um borð í Arnarfelli skipi Samskipa síðan er búið að ráða 3 hásetta frá Lettlandi í staðinn fyrir þá íslensku þvílík niðurlæging fyrir íslenska farmannastétt. það er með óllíkindum að skipafélag ef við eigum að kalla íslenskt sem heitir Samskip skuli gera þvílíka hluti.

Ekki nóg með það þetta skip er skráð í Færeyjum með öllu tilheyrandi enda hafa íslenskir farmenn sem skráðir eru undir færeysku þar með greitt skatta og skyldur til FÆREYJA þar með hafa farmenn misst öll þau réttindi sem íslenskir ríkisborgarar hafa þar með sem dæmi. Geta ekki nýtt sér persónuafsláttinn, barnabætur, og sumir hafa fengið kröfu frá skattayfirvöldum um endurgreiðslu sumir miss mikið þurft að greiða til baka um 1,5 miljónir króna. Ég hef haldið að það gildu tvísköttunar samningar á milli landa.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Sæll jói flott hjá þér að taka þetta upp

ég bý ennþá í gullæðinu hérna fyrir austan

kíktu á myndasíðu mína sem er www.123.is/gudjono

Guðjón Ólafsson, 20.10.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl. Anna og Guðjón.

Ég var að koma frá útlöndum í nótt þess vegna hef ég ekki getað svarað ykkur fyrr Það sem er alvarlegt að Samskip skulu taka þessa aðferð upp hún er illskiljanleg aðferð að farmönnum á Íslandi sem eru ornir sárafáir í dag og þeim blæðir út í dag.

Eitt skulu við ekki gleyma það er menntun stýrimanna fyrst verða þeir að verða hásetar áður enn þeir geta sest á skólabekk í Stýrimannaskóla til að geta öðlast réttinda sem stýrimaður á farskipum og fiskiskipum til þess verða farskip og fiskiskip að vera til vegna gríðarlegra fækkunar skipa

Anna spyr um verkalýðshreyfinguna því til að svara. Hún er grútmáttlaus og fúinn það sem vantar er að þeir vakni nú af værum blundi og komi sínum athugasemdum á framfæri. Nóg borga menn í þessi verkalýðsfélög.

Guðjón þú talar um gullæði fyrir austan á fjörðum. það er rétt hjá þér. Enn þetta hefur gefið atvinnulífinu og fólkinu byr undir báða vængi. Það sem þú hefur verið að benda á er hvernig starfsmannaleigur hafa fengið að stunda þrælahald á erlendu verkafólki og vinnumálastofnun hefur lítið aðhafst í þeim málum enda eru mál í gangi út af því.

Þessi mál eru í algjörum ólestri og tími til kominn að taka á þessum málum. Og fagna að þið hafi séð ykkur fært að taka þátt í þessari umræðu hún er ekki búinn.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.10.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband