Frábærir stjórnendur Landsbanka Íslands h/f.

Á undaförnu hafa menn mikið rætt sín á milli hvað hlutabréfa markaðurinn hefur gengið upp og niður sem ég skil mjög vel þegar fólk sem á hlutabréf í fyrirtækjum á íslandi er að hugsa hvaða félag það eigi að eiga viðskipti við og hefur traust á þeim.

Ég sem hluthafi í Landsbanka Íslands get ekki verið enn mjög sáttur við þau viðskipti og taldi mig knúinn að láta fólk vita af því hvað gengið hefur margfaldað sig á einu ári sem dæmi var gengið þann 9 Nóvember í fyrra 2006 25,30  8 Janúar 2007 var gengið 28,70   23 Október 2007 er gengið 44,40. Sem sýnir að gengið hefur nær tvöfaldast á einu ári. Arðsemi eigin fjár 62,88 prósent.

Þetta fyrirtæki Landsbanki Íslands h/f er gríðarlega öflugt og eignafjárstaða mikill. Þess vegna hvet ég fólk að kynna sér vel eignafjárstöðu og skuldarstöðu fyrirtækja áður enn fólk kaupir í fyrirtækjum á hlutabréfa markaði. Ég vil þakka stjórnendum Landsbanka Íslands fyrir frábært starf í þágu hluthafa þeir hafa á einu ári ávaxtað vel sína peninga. Kynning á 9 mánaða uppgjöri verður þann 1 Nóvember á Hótel Sögu og hefst kl 8.30.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband