24.10.2007 | 00:35
Tollgæslumál í molum.
það er skoðun þjóðarinnar að stjórn tollgæslumála séu í molum vegna rangra vinnubragða og áherslu í tollamálum á Íslandi. Það kom upp fyrir stuttu að fólk sem er að ferðast á milli landa þá sérstaklega farþegar sem koma frá USA sem eru að versla sér í haginn eru hundeltir af tollverðum og meðhöndlaðir eins og glæpamenn þá er átt við farþegar eru látnir framvísa nótum myndavélar teknar af þeim þótt það sjáist að um hluturinn sé gamall. Því líkar aðfarir þekkjast ekki á byggðu bóli nema í Rússlandi þar sem réttarkerfið virkar ekki eins og það á að vera.
Tökum dæmi varandi farmenn sem koma til landsins það koma ungir Tollverðir sem ekkert hafa vit í kollinum ( blautir á bak við eyrun) og heimta það sama og farþegar sem koma til hansins nótur yfir öllu sem keypt er meira að segja eru bjórdollurnar taldar og teknar þó að það séu frá 3-6 stk síðan er búið að skera niður áfengismagnið úr 1 lítra niður í 3/4 lítra.
Ég hef farið erlendis það þekkist ekki þessar aðferðir sem íslenska Tollgæslan notar að elta 3- 6 bjórdósir af fólki sem kemur til landsins. Það væri nær að fylgjast með hvað er að ske í ýmsum málum varandi gáma innflutning, hvað er innihald í gámunum, Fíkniefnamál sem þarf að stórefla og fá þetta gegnumlísingartæki sem beðið er eftir.
Síðan þarf tollgæslan að fylgjast vel með því sem flutt er erlendis sem dæmi tæki og tól sem verktakar hafa átt og óprúttnir menn hafa sent það erlendis og Tollgæslan gerir ekkert í þeim málum þrátt fyrir ábendingar þá kemur þeim það ekkert við. Getur það verið að nýir stjórnendur taki málin í sínar hendur.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fæ alltaf ónotatilfinningu þegar ég geng í gegn um hliðið uppi á Keflavikurflugvelli.
Halla Rut , 24.10.2007 kl. 23:12
Heil og sæl Halla.
Ég tel það ekki gott ef fólk fær ónotatilfinningu þegar það fer í gegnum tollgæslu hliðið á Keflavíkurflugvelli eins og þú bendir á.
Það sem fólk líkar ekki er framkoma tollgæslumanna í garð fólk sem er að koma frá útlöndum. Það rignir upp í suma af þessum mönnum sem kunna ekki með vald sitt að fara. Þeim væri nær að beita sínum kröftum á öðrum sviðum.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 25.10.2007 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.