Kæru mál á hendur Samskipum.

Föstudaginn var kveðin upp dómur í máli Elísa Pálsdóttur Nr. 526/2007 gegn Samskipum niður staða dómsins er. Á grundvelli þess sem að framan er rakið verður að fella úr gildi hinn kærða útskurð og leggja fyrir héraðsdóm að dómkveðja tvo óvinhalla og hæfa matsmenn til að svara þeim spurningum sem fram koma í matsbeiðni sóknaraðila sem lögð var fram þann 23. ágúst 2007.  Varnaraðilar verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í héraðsdómi.

Faðir sóknaraðila og starfsmaður varnaaðila var stýrimaður á flutningaskipinu Dísarfelli. Hann drukknaði  þegar skipið sökk 9. mars 1997. Vegna sama sjóslyss hafa verið höfðuð tvö önnur dómsmál á hendur varnaraðila annars vegar mál nr. E- 285/2005. Valdimar H Sigþórsson gegn Samskipum hf., og hins vegar mál nr. E 50/2005, Anna Þorsteinsdóttir gegn Samskipum hf. Dómur hefur gengið í síðarnefnda máli og hefur honum verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Það verður fróðlegt að sjá þessar niðurstöður þegar dómar falla í Hæstarétti.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband