3.11.2007 | 13:31
Er íslensk farmanna stétt að deyja út.
Miklar umræður hafa verið að undanförnu um stöðu farmanna stéttarinnar. Nýlega bloggaði ég um stöðu farmanna og þegar þeim var skipt út fyrir erlends vinnuafl frá þriðjaheiminum á skipi Samskipa m/s Arnafelli þegar skipið lét úr höfn á fimmtudagskvöld voru fleiri útlendingar um borð og eftir voru íslendingar sem sagt hafði verið upp starfi sínu ævistarfið farið og hvað er til ráða.
Þarna misstu íslenskir farmenn atvinnu sína og útlendingar frá þriðjaheiminum tóku við störfum þeirra á þrælalaunum sem skipafélagið Samskip gerir út á. Er þetta boðlegt af Samskipum sem kenna sig við frjálsa samkeppni? Hvað finnst þjóðinni þegar erlendir þrælar eru látnir taka við af okkur sjálfum og við þurfum að víkja fyrir útlendingum.
Er þetta framtíðin að Íslendingar sem eru búsettir, og fæddir á Íslandi þurfa þeir í auknum mæli að víkja fyrir útlendingu. Spyr sá sem ekki veit. Eitt grunar mér þetta ástand muni aukast og reiði fólksins mun aukast og þá held ég að neyðarréttinum verði beitt? Fólkið í landinu mun ekki sætta sig við þetta ástand. Fyrir utan sem ég ætla að benda á eru þjóðerni á erlendu skipum sem geta verið mismunandi frá 3 til 9 þjóðernum allir með mismunandi þarfir með mat og tungumála erfiðleika sem eru mál sjóslysanefnda viða um heim hafa ítrekað bent á að miklar hættur geti skapast.
Útgerðamenn farskipa hafa heimtað frelsi fyrir sig á öllum sviðum þeir eru talsmenn þess og hafa gert það í mörg ár. Hvernig væri að öll hafnaraðstaða væri gefinn frjáls eins og útgerðamenn farskipa vilja og hafa haldið fram í þau 40 ár sem ég hef starfað við farmennsku. Eða á góðri íslensku alhliða frelsi á öllum sviðum.
Frelsi útgeðamana farskipa verður ekki gerð á einn veg. Það verður að gefa alla hafnaraðstöðu frjálsa til að erlend farskipafélög geti siglt til íslands og fengið að losa og lesta sín skip. Til þess verður að vera til aðstaða til að þjónusta þau skipafélög. Þá er átt við sérstakt fyrirtæki ( Stevedora ) sem myndi hafa afnot af vöruhúsum fyrir smávöru, tæki og gáma í eigu hafnaryfirvalda eins og gerist sem lítið dæmi Þýskalandi þar eru mjög þekkt fyrirtæki sem sjá um alla þjónustu fyrir skipafélöginn í hvaða formi sem er. Holland þar gilda sömu lögmál og í Þýskalandi. Þessi þjónusta er til staðar viða um heim sem skipin sigla til. Nema á íslandi þar sem gilda ekki sömu lögmál og gilda erlendis. Frekar er brugðið fæti fyrir þeim skipafélögum sem vilja sigla til Íslands.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt eins og þeim flugfélögum sem vilja hefja áætlunarflug til landsins. Þar hef ég kynnt mér málin og fengið þau svör að lendingagjöldin á Íslandi séu höfð svo há að ógerlegt sé að eiga þar viðskipti. Þar séu fyrir "innlend öfl sem ekki kæri sig um samkeppni" við eðlilegan alþjóðamarkað í flugsamgöngum.
Mafía hvað?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.11.2007 kl. 03:04
Heil og sæll Helga.
Rétt hjá þér Helga varandi lendingargjöldin það hafa mörg flugfélög farið burtu. Vegna þess þeir sem vilja frelsi á öllum sviðum ( Frelsishafar) vilja ekki frelsi þegar frelsi er til staðar. Frekar loka þeir hringnum með ótrúlegum hætti.
Hvort eigi að kalla þetta Mafíu? Allavega hafa þessir menn stundað óheiðarleika gagnvart þjóðinni það er á hreinu.
Munur á fluginu og siglingum eru í siglingum eru að mjög litlum hluta Íslenskir áhafnameðlimir síðan eru áhafnir mannaðar útlendingum og þeim fer fjölgandi og þeir íslensku farmenn missa atvinnu sína.
Í fluginu eru íslenskar áhafnir á vélum sem betur fer. Það eru líka til dæmi að ferðaskrifstofur leigja flugvél með erlendum áhöfnum. Alla vega er þróun í íslenska kaupskipaflotanum mjög alvarleg að mínu mati. Eins eiga íslendingar ekkert skip skráð undir íslenskum fána, og hvað þá heldur ef styrjöld myndi breiðast út? hvernig ætlum við þá að bregðast við þörfum landsmanna ef átök breiðast út?
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 4.11.2007 kl. 11:52
Reyndar verð ég að leiðrétta þig með eitt, í þrjú síðustu skipti sem ég hef flogið til og frá Íslandi, þá voru útlendingar í meirihluta í flugþjónustunni. (Í fornöld kölluðum við þau flugfreyjur). Ég veit ekki hverjir flugu. En þeir kunnu sem betur fer að lenda..
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.